fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Fíkniefnahundar í stórhættu

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. desember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn sem framkvæma húsleitir með aðstoð fíkniefnahunda í tengslum við umfangsmikil fíkniefnamál glíma nú við nýja ógn í starfi sínu.

Neysla á fentanýli, rótsterku fíkniefni sem er margfalt sterkara en morfín, hefur aukist mikið í Bandaríkjunum – og víðar – undanfarin misseri. Lyfið er mjög sterkt og getur örlítill skammtur reynst banvænn. Lögreglumenn sem athafna sig í umhverfi þar sem fentanýl er þurfa að klæðast sérstökum búningum og notast við öndunargrímur til að verða ekki fyrir eitrunaráhrifum.

Slíkur lúxus er ekki í boði fyrir sérhæfða fíkniefnaleitarhunda og hafa þegar komið upp tilvik þar sem hundar hafa veikst alvarlega. Í lok október veiktust þrír hundar í Flórída eftir að hafa andað að sér fentanýli í duftformi. Hundarnir náðu sér þó allir, að því er fram kemur í frétt NBC News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?