fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fréttir

Sindri merkti X við Þ í Seattle: „Verður atkvæði mitt ekki talið?“

Segir aðstæður þeirra sem greiða utankjörstaðaratkvæði erlendis „ótrúlega glataðar“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 18. október 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heyrðu, ég var að kjósa hérna úti í Seattle um daginn og skrifaði X-Þ á seðilinn, en svo var ég að sjá einhvers staðar að bókstafurinn ykkar er núna P… verður atkvæðið mitt sum sé ekki talið?,“ spyr tónlistarmaðurinn Sindri Eldon á Facebook-síðu Gunnars Hrafns Jónssonar, frambjóðanda Pírata í Reykjavík. Eins og greint var frá í sumar þá fengu Píratar listabókstafnum P úthlutað fyrir komandi alþingiskosningar. Sá bókstafur var ekki laus fyrir Alþingiskosningarnar 2013, því að hann hafði verið notaður hjá öðru framboði í fyrri kosningum, en raunin var önnur fyrir þessar kosningar og því gripu Píratar stafinn sinn fegins hendi.

Gunnar Hrafn og vinir hans á Facebook benda Sindra hinsvegar réttilega á að hann geti kosið aftur utankjörstaðar. Atkvæðin eru tímasett og það nýjasta gildir, bendir Árni Steingrímur Sigurðsson á. Segja má að Sindri hafi verið heppinn að átta sig á mistökum sínum því annars hefði atkvæði hans verið úrskurðað ógilt. „Ég legg þá leið mína aftur upp í konsúlat og geng í gegnum vitleysuna aftur. Finnst samt að manneskjuni sem datt í hug að skipta um bókstaf skuldi mér $20,“ segir Sindri í gamansömum tón.

Að hans mati eru aðstæður þeirra sem kjósa þurfa erlendis slæmar. „ Engar leiðbeiningar, konsúll veit ekki neitt, engir sérkjörseðlar fyrir fólk búsett erlendis, kjósandinn rukkaður fyrir póstkostnað og seðilinn á eigin ábyrgð. Nú ert þú ekki á þingi eins og stendur, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig um þetta, sérstaklega í ljósi þess að Píratar eiga væntanlega von á dágóðum slatta af atkvæðum frá brottfluttum Íslendingum; það þarf að tryggja að þeirra atkvæði teljist með,“ segir Sindri.

Alls eru 19 framboð sem hafa fengið úthlutað listabókstaf fyrir komandi kosningar:

A-listi Björt framtíð
B-listi Framsóknarflokkur
C-listi Viðreisn
D-listi Sjálfstæðisflokkur
E-listi Íslenska þjóðfylkingin
F-listi Flokkur fólksins
G-listi Hægri grænir, flokkur fólksins
H-listi Húmanistaflokkurinn
I-listi Flokkur heimilanna
J-listi Regnboginn, fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun
K-listi Sturla Jónsson, K-listi
L-listi Lýðræðisvaktin
M-listi Landsbyggðarflokkurinn
N-listi Framfaraflokkurinn
P-listi Píratar (áður Þ)
R-listi Alþýðufylkingin
S-listi Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands
T-listi Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði
V-listi Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekjudagar DV – Meira upp úr því að hafa að gæta hagsmuna stórfyrirtækja en launþega

Tekjudagar DV – Meira upp úr því að hafa að gæta hagsmuna stórfyrirtækja en launþega
Fréttir
Í gær

65 ára túristi reyndist harðsvíraður smyglari – Gripinn í Leifsstöð með kíló af niðursuðudósakóki

65 ára túristi reyndist harðsvíraður smyglari – Gripinn í Leifsstöð með kíló af niðursuðudósakóki
Fréttir
Í gær

Segir útilokað að Rússar geti unnið stríðið

Segir útilokað að Rússar geti unnið stríðið
Fréttir
Í gær

Handtekinn í Kringlunni

Handtekinn í Kringlunni