fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Fegin að ekki var greint strax frá nauðguninni í fjölmiðlum

Segir mikilvægt að lögreglan fái vinnufrið til að rannsaka kynferðisbrot – „Það tekur marga daga fyrir mann að meðtaka hvað gerðist“

Auður Ösp
Mánudaginn 25. júlí 2016 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að fólk geri sér almennt ekki alveg grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er. Þetta er ekki bara nauðgun, þetta er svo miklu meira en það. Það tekur marga daga fyrir mann að meðtaka hvað gerðist,“ segir Pálína Ósk Ómarsdóttir sem var nauðgað um verslunarmannahelgina árið 2014 en hún kveðst fegin að ekki var greint frá brotinu í fjölmiðlum um leið og það var tilkynnt. Segir hún mikilvægt að lögregla fái tíma og vinnufrið til að rannsaka kynferðisbrot, til dæmis til að ræða við möguleg vitni. Þá telur hún víst að það hefði verið erfitt fyrir hana að lesa um brotið í fjölmiðlum á meðan hún hafi vart sjálf verið farin að meðtaka það sem gerðist.

Pálína Ósk var í viðtali hjá útvarpsþættinum Brennslunni í morgun og tjáði sig þar um reynslu sína. Pressan greindi einnig frá sögu Pálínu í apríl síðastliðnum. Hún var stödd í eftirpartýi með vinkonum sínum í heimahúsi þegar karlmaður nýtti sér ástand hennar þar sem hún var ofurölvi og braut á henni kynferðislega. Hún kærði manninn fyrir nauðgun og var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í vor.

Í samtali við Brennsluna í morgun lýsir Pálína ferlinu sem tók við eftir að hún leitaði á neyðarmóttöku eftir nauðgunina. Hún kveðst hafa verið ráðavillt og hrædd og ekki haft hugmynd um hvað hafði gerst.

„Lögreglan kemur og bara allur dagurinn fer í þvílíkt ferli þar sem ég er marga klukkutíma upp á sjúkrahúsi. Lögreglan er að útskýra fyrir mér að það sé ekkert eðlilegt að sofa hjá manneskju sem er dauð og að þetta sé ekki mér að kenna,“ segir hún og bætir við að lögreglan hafi hvatt hana til að leggja fram kæru.

„Maður er á mjög viðkvæmum stað, ég fæ ekkert að vita fyrr en á sunnudeginum hvað gerðist í rauninni. Allur dagurinn og allt í kringum þetta var bara erfitt. Maður er hræddur,“ segir hún jafnframt en hún telur að ef hún hefði lesið um brotið í fjölmiðlum á sama tíma hefði hún hugsanlega bakkað. Í tilviki Pálínu greindu fjölmiðlar frá brotinu miðvikudaginn eftir verslunarmannahelgina, en þá var hún að eigin sögn byrjuð að meðtaka það sem hafði gerst:

Hún bætir við að það hafi verið erfitt að lesa um atburðinn í fjölmiðlum:

„Foreldrar mínir vissu þetta og öll fjölskyldan mín. Það er mjög leiðinlegt og erfitt fyrir þau að lesa þetta líka,“ segir hún en hún telur ekki að um þöggun sé að ræða þó að ekki sé greint frá kynferðisbrotum um leið, enda séu málin á viðkvæmum stað á þeim tímapunkti. Þá sé nauðsynlegt að þolendur fái svigrúm.

Þá bendir hún á að lögreglan þurfi vinnufrið og tíma til að rannsaka brot af þessu tagi, án áreitis frá til að mynda samfélagsmiðlum. Þannig var það í hennar tilviki, en hún var heppin að því leyti að vitni voru til staðar sem lögreglan gat rætt við.

Eins sorglegt og það er, þá komast bara ein af hverri tíu með sín mál alla leið í dómskerfinu. Þessi vegna skiptir allt ferlið mjög miklu máli og að lögreglan fá algjöran vinnufrið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Í gær

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug