fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
FréttirLeiðari

Fulltrúi sundrungar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 22. júlí 2016 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nöturleg staðreynd og verulega mikið áhyggjuefni fyrir lýðræðið að Donald Trump sé orðinn forsetaefni Repúblikanaflokksins. Í nokkuð langan tíma hefur verið ljóst að í það stefndi en sómakært fólk um víða veröld gerði sér vonir um að hægt yrði að afstýra því stórslysi. Í upphafi áttu fáir von á því að Trump, maður sem hatast við innflytjendur, lítur á múslima sem hryðjuverkamenn og hefur takmarkað álit á konum, myndi ná langt í baráttunni um að verða forsetaefni repúblikana. Trump tókst að ná undraverðum árangri með háværu gjammi og ábyrgðarlausum fullyrðingum. Framgangur hans var ógnvænlegur og friðsömu fólki brá, þar á meðal sómakærum repúblikönum. Það er því miður jarðvegur fyrir málflutning manna eins og Donalds Trump, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur víða um heim, einnig í Evrópu. Nú er ólíkleg staða orðin að ísköldum raunveruleika: Donald Trump keppir um það við Hillary Clinton að komast í Hvíta húsið og verða einn valdamesti maður heims.

Þeir sem vel hafa fylgst með fréttum hafa séð myndir frá flokksráðstefnu Repúblikanaflokksins. Engu er líkara en viðstaddir séu á samkomu sértrúarflokks þar sem óbeislað trúarofstæki hefur tekið völd og þeir sem ekki vilja gangast undir hina réttu kennisetningu eru afgreiddir sem handbendi hins illa. Dæmi um þetta er þegar sett voru á svið réttarhöld yfir Hillary Clinton þar sem ríkisstjóri New Jersey brá sér í hlutverk saksóknara og ráðstefnugestir voru í hlutverki kviðdómara og skræktu í kór: „Sek!“ Samkoma af þessari gerð, þar sem móðursýki er áberandi, verður vart kölluð samkoma siðaðra manna.

Æstustu stuðningsmenn Trumps fá sérstakan æsingaglampa í augu þegar þeir tala um þetta átrúnaðargoð sitt eða berja það augum. Það er eins og þeir sjái í Trump frelsara sem kunni lausn á öllum þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni. Trump vill hins vegar ekki leita lausna heldur elur á ótta. Hann stendur ekki fyrir hugsjónir sem eru þess virði að fyrir þeim sé barist. Hann vill reisa múra, berst fyrir einangrunarstefnu, virðir ekki önnur trúarbrögð en kristni og talar ekki máli kvenréttinda. Hann er fulltrúi sundrungar og fordóma, ekki fulltrúi samstöðu og mannúðar. Það myndi skapa en meiri hættu en nú er í hættulegum heimi ef hann yrði kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn eiga betra skilið, eins og þeir hljóta flestir að vita og munu kjósa skynsamlega í nóvember. Heimurinn má ekki við því að Donald Trump verði einn valdamesti maður heims. Við munum vonandi öll geta andað léttar í nóvember – þegar Hillary Clinton er orðin forseti Bandaríkjanna, fyrst kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga