fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í skák

Vann titilinn síðast árið 1997 – Fór taplaus í gegnum mótið

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 11. júní 2016 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Hjartarson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í skák, rétt í þessu, þegar hann lagði nafna sinn Jóhann Ingvason í síðustu umferð mótsins. Á meðan gerði ríkjandi Íslandsmeistari, Héðinn Steingrímsson, aðeins jafntefli við alþjóðlega meistarann Einar Hjalta Jensson og þar með voru úrslitin ráðin. Jóhann hampaði síðast titlinum árið 1997 en um það leyti lagði hann taflmennina á hilluna og hætti atvinnumennsku í skák. Hann tók aftur þátt í Íslandsmótinu í fyrra, eftir afar langt hlé, en var ryðgaður og sýndi ekki sínar bestu hliðar. Með þátttökunni í ár freistaði hann þess að leiðrétta sinn hlut og það gerði Jóhann svo sannarlega enda fór hann taplaus í gegnum mótið.

Mótið var viðburðaríkt í meira lagi. Sú fordæmalausa staða kom upp að stigahæsti maður mótsins, stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson, varð að hætta þátttöku í mótinu útaf persónulegum ástæðum sem varð meðal annars til þess að Héðinn fékk vinning gegn honum án taflmennsku. Jóhann lét það hinsvegar ekki koma sér úr jafnvægi og stóð uppi sem réttmætur sigurvegari.

Bragi Þorfinnsson var í forystu mótsins allan tíma en á ögurstundu tapaði hann gegn kollega sínum Guðmundi Kjartanssyni og missti þar með af lestinni. Sigur hefði tryggt honum langþráðan áfanga að stórmeistaratitli.

Vestfirðingurinn Guðmundur S. Gíslason vann hug og hjörtu skákáhugamanna með kraftmikilli taflmennsku. Hann tapaði þremur fyrstu skákum sínum í mótinu en beit þá í skjaldarrendur og fékk 5,5 vinninga af næstu sex. Þannig tryggði hann sér sinn síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og núna vantar honum aðeins stigin til þess að verða útnefndur sem slíkur.

Lokastöðu mótsins má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum