fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Var með tvíburabróður sinn í maganum í 15 ár

Það eina sem var ekki fullskapað voru munnurinn og nefið

Kristín Clausen
Sunnudaginn 29. maí 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingsdrengur frá Malasíu undirgekkst nýlega aðgerð í þeim tilgangi að fjarlægja „þykkildi“ úr maganum sem reyndist svo vera tvíburabróðir hans.

Mohd Zul Shahril Saidin, sem er 15 ára, hafði verið með fóstrið í kviðnum frá fæðingu. Læknisfræðilega heitið yfir þennan afar sjaldgæfa fæðingargalla er „foetus i foetu,“ eða sem gæti á íslensku kallast fóstur í fóstri.

Fóstrið var með hár og kynfæri

Fæðingargallinn lýsir sér þannig að fóstur finnst í kvið fósturs. Yfirleitt er þó ekki hægt að koma auga á gallann fyrr en etir að barnið er komið í heiminn. Samkvæmt fréttum sem birtust í malasískum fjölmiðlum um málið þá var fóstrið sem fannst í kvið tvíburabróður síns með hár, kynfæri, fót- og handleggi.

Læknar töldu að þykkildið væri æxli
Var með tvíburabróður sinn í maganum í 15 ár Læknar töldu að þykkildið væri æxli

Móðir drengsins, Hasmah Ahmad, tjáði blaðamönum að henni væri mjög létt eftir aðgerðina sem gekk vonum framar. „Fóstrið sem var fjarlægt úr kvið sonar míns var með öll helstu líffæri. Það eina sem var ekki fullskapað voru munnurinn og nefið.“

Töldu að þykkildið væri æxli

Hún sagði að þeim væri mjög létt yfir því að búið væri að fjarlægja fóstrið. Sonur hennar byrjaði fjórum mánuðum áður að kvarta undan verkjum í kviðnum en í fyrstu töldu læknar að þykkildið væri æxli.

Að auki greindi hún frá því að fjölskyldan hefði haldið litla minningarathöfn og í framhaldinu látið grafa fóstrið í kirkjugarði.

Talið er að þetta gerist í einni af hverri 500 þúsund fæðingum. Það er að fóstur liggi í kvið tvíbura síns, en þangað kemst það í gegnum naflastrenginn. Þessi fæðingargalli getur verið lífshættulegur fyrir heilbrigð fóstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun