fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Unnu 48 milljónir um helgina: „Pabbi vann, pabbi vann“

Hjón á sextugsaldri höfðu heppnina með sér í lottóinu um helgina

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. maí 2016 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðin var allsráðandi hjá vinningshöfum helgarinnar í Lottóinu þegar þau komu til Getspár í morgun og framvísuðu miðanum sem færði þeim rúmar 48,6 skattfrjálsar milljónir í vinning.

Í tilkynningu frá Getspá kemur fram að vinningshafarnir séu hjón á sextugsaldri. Þau segjast vera dyggir lottóspilarar og kaupa miðana sína alltaf í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði.

„Það var því mikil spenna þegar þau voru búin að lesa fréttina um að vinningsmiðinn hefði verið seldur þar, frúin fór fyrst yfir sinn miða en þar var enginn vinningur. Maðurinn fór síðan yfir sinn miða og hann var ekki lengi að koma auga á réttu tölurnar á miðanum, hjónin misstu sig úr gleði með tilheyrandi hávaða og látum og kom sonurinn hlaupandi til að athuga hvað hefði gerst og það eina sem mamma hans gat sagt í geðshræringu sinni var „pabbi vann, pabbi vann,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir ennfremur að gleðin hafi orðið ennþá meiri þegar þau uppgötvuðu að upphæðin er skattfrjáls og ætla þau að nýta fjármálaráðgjöf sem þeim stendur til boða. Þegar þau voru spurð að því hvað þau ætli að gera við peningana sögðust þau hugsanlega fara í gott og langt sumarfrí, annað væri ekki ákveðið enda varla komin niður á jörðina ennþá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum