fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Hæstiréttur staðfestir: Uppsögn Snorra í Betel var ólögmæt

Mátti blogga með þeim hætti sem hann gerði um samkynhneigða, þar sem hann gerði það utan vinnutíma

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands staðfesti fyrir stundu dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra vegna ólögmætrar uppsagnar Snorra Óskarssonar, oftast kenndur við trúarsöfnuðinn Betel, sem var sagt upp sem grunnskólakennara hjá Akureyrarbæjar.

Ástæður uppsagnarinnar voru ummæli Snorra um samkynhneigð, en hann skrifaði bloggpistla sem Akureyrarbæ töldu ekki samrýmast starfi kennarans. Hann sagði meðal annars að samkynhneigð væri synd og að laun syndarinnar væru dauði, að hjónaband væri aðeins á milli karls og konu og sagði að kynleiðrétting væri afbökun.

Vísað var til skrifa hans sem nefnast „Gildum er hægt að breyta“ og „Leiðrétting“.

Eftir uppsögnina vísaði Snorri málinu til innanríkisráðuneytisins sem taldi að brottrekstur hans væri ólöglegur. Akureyrarbær lét reyna á það fyrir dómsstólum að hnekkja þeim úrskurði en varð undir og þurfti að greiða tvær milljónir í málskostnað.

Í dómnum kom fram að áminning Snorra hefði verið veitt vegna háttsemi sem hann viðhafði utan kennslustofunnar og að ekki hefði tekist að sýna fram á að hætta væri á að skoðanir Snorra kæmu fram í störfum hans sem kennari.

Myndin hér fyrir neðan birtist á Facebook-síðu sonar Snorra sem fangaði úrskurðinum vel í dag, en hann sótti úrskurðinn og tilkynnti á síðu sinni að hæstiréttur hefði staðfest dóm héraðsdóms.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“