fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Íslenska parið gæti fengið 5-15 ára fangelsi: Faðir mannsins heyrði fyrst af handtökunum í fjölmiðlum

Íslenskt par í haldi í Brasilíu eftir að fíkniefni fundust í fórum þess

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 2. janúar 2016 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir 26 ára íslensks manns heyrði fyrst af því í fjölmiðlum að sonur hans hefði verið handtekinn í Brasilíu eftir að fjögur kíló af fíkniefnum fundust í fórum hans og kærustu hans. Parið var handtekið í Fortaleza í Brasilíu milli jóla og nýárs og situr nú í 30 daga gæsluvarðhaldi. Þau gætu átt 15 ára fangelsi yfir höfði sér.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar kom fram að faðir mannsins hefði vitað að hann væri í Brasilíu en ekkert hefði heyrst til hans í nokkra daga.

Eins og kom fram í gær var parið með fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum. Efnin voru falin í fölskum botnum á þremur ferðatöskum sem þau höfðu meðferðis. Þá fannst einnig kókaín í tveimur smokkum.

Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við brasilískan lögfræðing hér á landi, Miriam Guerra Másson, en hún er meðal annars tengiliður brasilískra ríkisborgara hér á landi við sendiráð Brasilíu í Noregi. Miriam sagðist hafa rætt við lögregluna í Fortaleza til að afla upplýsinga um málið og fékk hún þær fréttir að parið sæti nú í 30 daga gæsluvarðhaldi. Dómari getur framlengt gæsluvarðhaldið í aðra 30 daga en innan þess frests verður saksóknari að gefa út ákæru.

Þá sagði Miriam að refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu væri 5-15 ár. Það gæti þó orðið parinu til refsilækkunar að þetta er fyrsta brot þeirra þar í landi.

Miriam sagði að aðbúnaður í gæsluvarðhaldsfangelsum í Brasilíu sé talsvert betri en í almennum fangelsum, en brasilísk fangelsi hafa það orð á sér að vera oft á tíðum yfirfull og þá þykir aðbúnaður fanga slæmur.

„Í fangaklefa sem er ætlaður fyrir einn eða tvo, þar eru kannski fimmtán til tuttugu manns inni. Það er bara því miður skelfilegt ástand þarna,“ sagði Miriam í fréttum Stöðvar 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun