fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fókus

Hvað á barnið að heita ?

Katrín og Vilhjálmur eiga von á þriðja barninu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og komið hefur fram í fréttum er von á nýjum erfingja að bresku krúnunni. Tilkynning barst frá Kensingtonhöll í morgun kom fram að hjónin Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertoginn af Cambridge, eiga von á sínu þriðja barni.

Fyrir eiga þau, Georg, fæddan í júlí 2013, og Karlottu, fædda í maí 2015. Elísabet Englandsdrottning og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar eru himinlifandi með fréttirnar segir í tilkynningunni.

Líklegt þykir að Katrín sé komin skemur en þrjá mánuði á meðgöngunni, en tilkynningin kemur fram þar sem hún neyðist til að afboða sig frá konunglegum skyldum. Þjáist hún af sjúklegri morgunógleði (e. hyperedemis gravidarum), líkt og á fyrri meðgöngunum.

Barnið mun verða fimmta í röðinni sem erfingi krúnunnar, á eftir afa sínum Karli, föður Vilhjálmi og systkinum sínum, Georg og Karlottu.

Systkinin Georg og Karlotta, þegar hún var mánaðargömul, í júní 2015.
Systkini Systkinin Georg og Karlotta, þegar hún var mánaðargömul, í júní 2015.

Hvað á barnið að heita?

Veðbankar eru þegar farnir að spá í líklegu nafni á væntanlegan erfingja, Alice er með stuðulinn 8/1, Elísabet stuðulinn 10/1 og James er með stuðulinn 10/1. Alice þýðir heiðvirður, sem er mjög viðeigandi nafn fyrir meðlim konungsfjölskyldu.

Konungsfólkið á einnig til að að velja ensk nöfn sem eiga sér langa hefð innan fjölskyldunnar. Seinni dóttir Victoriu drottningar var kölluð Alice og einnig móðir prins Philip (langamma Vilhjálms). Hinsvegar þegar Katrín gekk með Karlottu, þá var Alice nafnið einnig nefnt sem nafn sem kom til greina, en foreldrarnir völdu annað nafn í það skipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar