fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Hvað á barnið að heita ?

Katrín og Vilhjálmur eiga von á þriðja barninu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og komið hefur fram í fréttum er von á nýjum erfingja að bresku krúnunni. Tilkynning barst frá Kensingtonhöll í morgun kom fram að hjónin Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertoginn af Cambridge, eiga von á sínu þriðja barni.

Fyrir eiga þau, Georg, fæddan í júlí 2013, og Karlottu, fædda í maí 2015. Elísabet Englandsdrottning og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar eru himinlifandi með fréttirnar segir í tilkynningunni.

Líklegt þykir að Katrín sé komin skemur en þrjá mánuði á meðgöngunni, en tilkynningin kemur fram þar sem hún neyðist til að afboða sig frá konunglegum skyldum. Þjáist hún af sjúklegri morgunógleði (e. hyperedemis gravidarum), líkt og á fyrri meðgöngunum.

Barnið mun verða fimmta í röðinni sem erfingi krúnunnar, á eftir afa sínum Karli, föður Vilhjálmi og systkinum sínum, Georg og Karlottu.

Systkinin Georg og Karlotta, þegar hún var mánaðargömul, í júní 2015.
Systkini Systkinin Georg og Karlotta, þegar hún var mánaðargömul, í júní 2015.

Hvað á barnið að heita?

Veðbankar eru þegar farnir að spá í líklegu nafni á væntanlegan erfingja, Alice er með stuðulinn 8/1, Elísabet stuðulinn 10/1 og James er með stuðulinn 10/1. Alice þýðir heiðvirður, sem er mjög viðeigandi nafn fyrir meðlim konungsfjölskyldu.

Konungsfólkið á einnig til að að velja ensk nöfn sem eiga sér langa hefð innan fjölskyldunnar. Seinni dóttir Victoriu drottningar var kölluð Alice og einnig móðir prins Philip (langamma Vilhjálms). Hinsvegar þegar Katrín gekk með Karlottu, þá var Alice nafnið einnig nefnt sem nafn sem kom til greina, en foreldrarnir völdu annað nafn í það skipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“