fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Hatrammar nágrannaerjur: „Farðu að kúka og skilaðu tíund af því sem Rebbi refur segir“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 25. maí 2019 15:00

Guðni og hundarnir Fúkyrði dags og nætur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannaerjur hefjast oft út af smávægilegum hlut, hlægilegum í stóra samhenginu. En vinda gjarnan upp á sig og ef ekki er gripið strax inn í geta þær farið úr böndunum. Getur slíkt ástand varað um margra ára skeið og upp geta komið atvik sem utanaðkomandi sjá sem algera sturlun, en þeir sem eru í orrahríðinni miðri upplifa sem eðlilegt framhald og stigmögnun. Margsinnis hafa slík mál endað fyrir dómstólum og stundum hefur ofbeldi fylgt.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í helgarblaði DV.

Fúkyrði um miðjar nætur

Erjur á milli parsins Heiðdísar Sesselju Guttormsdóttur og Eyþórs Guðmundssonar annars vegar og nágranna þeirra, Guðna, hins vegar rötuðu í fjölmiðla í nóvember árið 2018. Bjuggu þau á sveitabæ, skammt frá Dalvík. DV greindi frá því að erjurnar væru komnar inn á samfélagsmiðla og að parið hefði birt tugi myndskeiða af samskiptum sínum við Guðna.

Sökuðu þau Guðna meðal annars um að halda fyrir þeim vöku með hundum og hann ysi yfir þau fúkyrðum. Þegar DV ræddi við Heiðdísi hafði hún gefist upp á að hafa samband við lögregluna út af Guðna. Guðni sakaði þau hins vegar um að neyta fíkniefna. Hundarnir eru aðaldeiluefnið og í myndböndunum má sjá þá ráðast á nautgripi.

Orðaskakið og hrópin gengu á milli bæjanna. Í einu myndbandinu, sem tekið var upp klukkan fimm um nótt, mátti heyra ljótan munnsöfnuð nágrannanna en jafnframt svolítið spaugilegan. Eyþór sagði til að mynda: „Þú ert hommi,“ og Guðni svaraði: „Farðu að kúka og skilaðu tíund af því sem Rebbi refur segir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum