fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fókus

Snillingur sem fannst á spítala eftir áratuga gleymsku

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 1. september 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TÍMAVÉLIN: Skip James var goðsögn í blúsheiminum, einn af hinum svokölluðu Delta-blúsurum sem heilluðu fólk með gítarstíl sínum og einlægum söng. En snilli hans var ekki metin að verðleikum fyrr en hann fannst á spítala árið 1964 eftir að hafa verið týndur og gleymdur í áratugi.

 

Seldi sprútt og spilaði á knæpum

Nehemiah „Skip“ James var fæddur í djúpa suðrinu, í bænum Bentonia í Mississippi-fylki, árið 1902. Faðirinn, sem var sprúttsali og gítarleikari, yfirgaf fjölskylduna þegar Skip var aðeins fimm ára og ólst hann því upp í sárri fátækt á plantekru. Seinna gerðist faðir hans predikari en var Skip þó aldrei faðir í raun og veru.

Skip ákvað að feta sömu slóð og faðir hans og lærði að spila á gítar og orgel. Þegar hann óx úr grasi starfaði hann sem skógarhöggsmaður á daginn og spilaði á knæpum á kvöldin. Fljótlega hætti hann að vinna löglega vinnu og seldi sprútt.

Skip hafði einstaka hæfileika, bæði sem gítarleikari og söngvari, og rödd hans var há og ásækjandi. Árið 1931, þegar Skip var tæplega þrítugur, ferðaðist hann til borgarinnar Grafton í Wisconsin-fylki til þess að taka upp plötu í fyrsta skiptið, hjá Paramount-útgáfunni. Sum lögin spilaði hann á gítar en önnur á píanó og þarna mátti finna gimsteina á borð við „Hard Time Killing Floor Blues“ og „Devil Got My Woman.“

En almenningur kveikti ekki á snilld Skip James og platan seldist mjög illa. Því ákvað hann að halda áfram að feta slóð föður síns, fluttist til Dallas og gerðist predikari. Hann stofnaði gospelhljómsveit og ferðaðist um Suðurríkin en gekk illa að framfleyta sér. Árið 1937 var hann kominn á framfærslu Mississppi-fylkis og skömmu eftir stríðið gufaði hann upp. Hann var algerlega gleymdur maður og virtist ætla að verða lítið áberandi neðanmálsgrein í blússögunni.

 

Hafði engu gleymt

Víkur sögunni til ársins 1964 þegar blúsáhugamenn víða um Bandaríkin voru að grafa upp sjaldgæfar plötur og áttuðu margir sig á snilldinni bak við plötu Skip frá árinu 1931. Eintökin ruku upp í verði en enginn vissi hins vegar hvað hafði orðið um hann. Þrír háskólanemar frá Kaliforníu, John Fahey, Bill Barth og Henry Vestine, héldu til  Suðurríkjanna, staðráðnir í að finna snillinginn en þeir vissu ekki einu sinni hvort hann var á lífi. Þeir ræddu við fólk sem hafði þekkt til hans og fundu hann loksins á spítala í bænum Tunica í Mississippi. Þá var hann 62 ára gamall, gleymdur af samfélagi sínu og skel af manni. Hann átti ekki lengur gítar og hafði ekki spilað í mörg, mörg ár.

Nemarnir réttu honum gítar sem hann tók við og spilaði líkt og árið væri 1931. Röddin orðin aðeins hærri en snilldin enn til staðar. Þeir áttu ekki til orð og töldu að heimurinn yrði að fá að njóta Skip James. Þeir borguðu sjúkrahúsreikninginn hans og keyrðu með hann norður til Washington-borgar þar sem hann settist að, komst í kynni við aðra blúsmenn og gat lifað af tónlistinni.

Þetta sama ár kom Skip James fram á Newport-þjóðlagahátíðinni á Rhode Island og áhorfendur göptu af hrifningu. Eftir það gaf hann út fjórar plötur og breska rokksveitin Cream flutti lag hans „I’m So Glad“ árið 1966. Skip var hins vegar áfram við slæma heilsu og lést árið 1969. Í dag er hans minnst sem eins áhrifamesta blúsmanni allra tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Hulda er Miss Universe Iceland 2020

Elísabet Hulda er Miss Universe Iceland 2020
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir fyrrverandi kærastann og poppstjörnuna vera eins og tvíbura Trump – „Þeir eru bókstaflega sama manneskjan“

Segir fyrrverandi kærastann og poppstjörnuna vera eins og tvíbura Trump – „Þeir eru bókstaflega sama manneskjan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnheiður um vinskap sinn við Kobe Bryant: „Ég tók það svolítið nærri mér þegar hann lést“

Ragnheiður um vinskap sinn við Kobe Bryant: „Ég tók það svolítið nærri mér þegar hann lést“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Negldi áheyrnarprufuna með lagi Andrea Bocelli og Celine Dion

Negldi áheyrnarprufuna með lagi Andrea Bocelli og Celine Dion