fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fókus

TÍMAVÉLIN: Churchill notaði tækifærið og gerði árás með veðurblöðrum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. júní 2018 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein undarlegasta hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar var þegar breski herinn skipulagði blöðruárás á Þýskaland, aðgerð sem nefnd var Operation Outward en blöðrurnar ollu Þriðja ríkinu talsverðu tjóni.

Þann 17. september árið 1940 losnuðu nokkrar veðurblöðrur fyrir slysni, svifu yfir til Noregs og Svíþjóðar og ollu þar tjóni á rafmagnslínum.

Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að nýta sér þetta og sendi 100 þúsund latexblöðrur með eldfimum efnum og rafmagnsvírum yfir hafið til Þýskalands.

Um aðgerðina sáu konur í þjóðvarnarsveit Bretlands á þremur stöðum í suðurhluta Englands.

Hætt var að senda blöðrur árið 1944 en þær reyndust Bandamönnum mjög vel því þær kostuðu aðeins örfáa skildinga á meðan tjón Þjóðverja var mikið.

Blöðrurnar lentu á rafmagnsvírum og ollu sprengingum og skammhlaupum.

Ein rafstöð Þjóðverja, nálægt borginni Leipzig, eyðilagðist algerlega í þessari árás.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Al Pacino rýfur þögnina um fráfall Diane Keaton: „Ég mun aldrei gleyma henni“

Al Pacino rýfur þögnina um fráfall Diane Keaton: „Ég mun aldrei gleyma henni“