fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Í fangelsi vegna trúar sinnar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. október 2018 19:00

Háskóli Íslands Alþýðublaðið 12. september 1970.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt laugardagsins 23. maí árið 1970 átti sér stað sá fátíði atburður að Íslendingur sat í fangelsi vegna trúarskoðana sinna. Var það hins vegar ekki vegna þess að trú hans var talin glæpsamleg heldur sat hann inni til þess að geta þreytt próf við Háskóla Íslands.

Maðurinn tilheyrði söfnuði aðventista og stundaði læknisnám við háskólann. Þennan laugardag var haldið efnafræðipróf fyrir 95 nemendur og átti maðurinn að þreyta það til að geta haldið náminu áfram.

Samkvæmt trú aðventista er laugardagurinn heilagur hvíldardagur og þeim ekki heimilt að stunda neitt erfiði. Yfirvöld læknadeildar komust ekki að þessu fyrr en skömmu fyrir prófið og því of seint að færa það til. Samkvæmt prófreglum háskólans var heldur ekki hægt að gera sérstakt próf fyrir aðventistann.

Neminn hafði sjálfur frumkvæði að því að leysa vandann með mjög sérstökum hætti. Sendi hann skriflega ósk um að hann fengi að taka sama próf og aðrir á föstudeginum en myndi síðan dvelja í fangelsi þar til samnemendur hans tækju prófið. Lögreglustjóri veitti samþykki fyrir þessari lausn.

Neminn þreytti prófið á föstudagskvöldið og lauk við það klukkan tíu. Fyrir utan stofuna biðu tveir lögregluþjónar sem fylgdu honum að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hann var settur í einangrunarklefa. Var honum sleppt klukkan níu morguninn eftir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum