fbpx
Laugardagur 26.september 2020

Glamúrfyrirsæta segir fegrunaraðgerð á kynfærum hafa „breytt leiknum“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alice Goodwin, 33 ára, er glamúrfyrirsæta og eiginkona fótboltakappans Jermaine Pennant. Hún opnar sig um kynfæraaðgerð sem hún gekkst undir í fegrunarskyni (e. vaginal rejuvenation). Hún segir að aðgerðin hafi „breytt leiknum.“

Um er að ræða 15 mínútna laseraðgerð á leggöngum. Tilgangur aðgerðarinnar er sá að vöðvarnir nái upp fyrri styrk.

 

Alice ákvað að gangast undir aðgerðina eftir að hafa átt erfitt með að finnast hún vera kynþokkafull í nærfatamyndatöku. Hún eignaðist dóttur fyrir ellefu árum og segir að í kjölfarið hafi líkami hennar breyst mikið.

Alice er með yfir 335 þúsund fylgjendur á Instagram og opnar sig um þetta á miðlinum. The Sun greinir frá.

Eiginmaður hennar hélt í hönd hennar í gegnum aðgerðina.

Alice heldur því fram að aðgerðin hafi aukið sjálfstraust hennar og bætt kynlífið með eiginmanninum.

„Mér líður núna vel bæði að innan sem og utan. Og við skulum bara segja að Jermaine kvartar ekki,“ segir hún.

„Ég er fyrirsæta og þá snýst vinnan að miklu leyti um að halda mér í formi, en eins og allar konur þekkja þá breytir meðganga líkamanum. Ég vann hart á því að koma mér aftur í form, en í gegnum árin tók ég eftir því að vöðvar legganganna voru ekki jafn sterkir og áður,“ segir Alice.

Hún rifjar upp þegar hún var í nærfatamyndatöku í fyrra fyrir Valentínusardaginn.

„Ég fékk svo mörg hrós og „likes“ á Instagram, en þó svo að ég hafi verið kynþokkafull að utan, þá var ég meðvituð um að innvortis, sem kona, gætu hlutirnir verið betri. Það er of mikið tabú í kringum píkur kvenna og við þurfum að vera opnari um það og það sem er hægt að gera til að auka lífsgæði okkar. Ekki þjást í þögn,“ segir Alice.

Hjónin.

Jermaine var mjög stuðningsríkur í gegnum allt ferlið að sögn Alice. Hann fór með henni í aðgerðina og hélt í hönd hennar.

„Fyrir mér var Alice þegar fallegasta og kynþokkafyllsta kona í heimi, en þegar hún sagði mér að henni langaði að fara í þessa aðgerð þá sýndi ég því stuðning. Ég styð hana í einu og ölu,“ segir Jermaine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.