fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Ragnheiður stofnaði baráttuhóp fyrir konur sem glíma við andleg veikindi

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 7. apríl 2018 21:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Guðmundsdóttir er greind með margskonar andleg vandamál sem hafa háð henni í gegnum lífið. Eftir að Ragnheiður varð móðir fór hún að vinna í andlegu hliðinni með starfsendurhæfingu í gegnum VIRK og fann hún þá hvernig líf hennar breyttist til hins betra.

Þegar Ragnheiður fór að vinna í sínum málum ákvað hún að stofna hóp á Facebook fyrir konur sem væru í sömu eða svipaðri stöðu og hún sjálf. Hóp þar sem konurnar gætu komið saman og rætt um andleg vandamál sín, leitað lausna og fengið stuðning.

Hópurinn heitir Baráttustelpur og gengur út á andlegan stuðning og pepp. Við reynum að hugsa í lausnum og horfa jákvætt á allt saman. Hjálpumst að við að gefa hvorri annari allskonar reynslusögur og lausnir sem við notum í gegnum okkar andlegu vandamál,

segir Ragnheiður í viðtali við Bleikt.

Deila ráðum og reynslusögum fyrir alla

Fljótlega eftir að hópurinn var stofnaður datt Ragnheiði í hug að opna Snapchat aðgang þar sem meðlimir hópsins, sem telja nú hátt í tvö þúsund konur, gætu skipst á að segja sínar sögur og deila góðum ráðum.

Snappið heitir barattan og er fyrir stelpur sem eru í baráttu við andleg veikindi, þurfa spjall, ráð, félagsskap eða bara hvað sem er. Konurnar í hópnum skiptast á að vera með snappið og allir geta beðið um að fá að prófa. Þar segja þær sínar reynslusögur og deila lausnum sem þær nota í gegnum sín andlegu vandamál. Sumir nota hugleiðslu, sálfræðing, endurhæfingu, ræktina, göngu, slökun, sund eða hvað sem er. Við reynum að sýna fólki að það er von þarna úti og látum þau sjá að þau eru ekki ein og ekkert til þess að skammast sín fyrir. Andleg veikindi eru ekki tabú.

Andleg veikindi jafn mikilvæg og aðrir sjúkdómar

Ragnheiður segir að mikilvægt sé að opna umræðuna þar sem andleg veikindi séu alveg jafn mikilvæg og aðrir sjúkdómar.

Við sýnum fólki líka að það sé ekkert að því að leita sér hjálpar. Við höfum hjálpað mjög mörgum, bæði þeim sem eru í hópnum og líka bara utanaðkomandi fólki sem hefur verið að fylgjast með snappinu. Einnig hefur það hjálpað mörgum konum að þora að koma fram og vera með snappið. Það virðist líka hjálpa mörgum að deila sögu sinni hvort sem það er inn á hópnum eða snappinu. En snappið viljum við hafa frekar lausnarmiðað, uppbyggjandi og hvetjandi. Allt frá mataræði og yfir í jóga, í raun bara allar lausnir sem gætu hjálpað. Snappið er opið öllum og vonumst við til þess að það geti hjálpa einhverjum að geta hlustað og horft á, enda mjög mikilvægt málefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Byrjunarlið HK og FH – Óbreytt hjá gestunum

Byrjunarlið HK og FH – Óbreytt hjá gestunum
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Baunar hressilega á stjörnu United – ,,Til háborinnar skammar“

Baunar hressilega á stjörnu United – ,,Til háborinnar skammar“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Guardiola neitar allri sök – ,,Hann bað um þetta í tvö ár“

Guardiola neitar allri sök – ,,Hann bað um þetta í tvö ár“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.