fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Þrifalisti sem einfaldar heimilisverkin til muna

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 7. mars 2018 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur reynst ansi erfitt að halda öllum boltum á lofti með stækkandi fjölskyldu. Skyndilega þarf að þvo þvott af öllum sem búa á heimilinu, sjá til þess að allir fari saddir að sofa, passa að heimilið sé þokkalega hreint ásamt því að sinna starfi.

Með stækkandi börnum bætist við meiri þvottur, keyrsla í íþróttir og tómstundir, heimanám ásamt fleiru sem þarf a sinna vel á hverjum degi.

Sjálf er ég með tvö leikskólabörn og erum við foreldrarnir bæði í krefjandi störfum sem oft þarf að sinna utan hins „eðlilega“ vinnutíma.

Ákvað ég því að setja saman þrifalista sem ég gæti prentað út og haft aðgengilegan fyrir alla heimilismeðlimi í þeirri von um að geta sett smá skipulag á þá hluti sem þarf að sinna á heimilinu án þess að það væri of yfirþyrmandi.

Oft geta nefnilega heimilisþrifin virst rosalega yfirþyrmandi þar sem maður á það til að vilja gera allt í einu en með þessum lista ætti að vera hægt að skipuleggja hvert rými fyrir sig, halda heimilinu nokkuð hreinu án þess þó að keyra sig í þrot.

Daglega þurrka ég sjálf af eldhúsborði og eldhúsbekk eftir að hafa útbúið kvöldmat en þá daga sem ég set það inn í listann ætla ég að þrífa það extra vel. Á miðvikudögum ætla ég að þrífa ísskápinn og ruslaskápinn, þó ekki bæði í sömu vikunni enda er alveg nóg að þrífa það á tveggja vikna fresti svo þá viku sem ísskápurinn er þrifinn þá fær ruslaskápurinn að bíða þar til vikuna eftir og svo framvegis.

Sjálf langar mig til þess að geta átt helgarnar nokkurnvegin lausar við þrif og því set ég þær ekki á listann en að sjálfsögðu þríf ég lítillega um helgar líka ef þess þarf.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stytta reist af Trump og Epstein við þinghúsið í Washington – „Bestu vinir að eilífu“

Stytta reist af Trump og Epstein við þinghúsið í Washington – „Bestu vinir að eilífu“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar hættir með Fylki eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Arnar hættir með Fylki eftir að hafa bjargað liðinu frá falli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar