fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Feldu bók í dag og leyfðu öðrum að njóta

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. september 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goodreads, aðalsíðan á netinu fyrir bókaunnendur, efnir í dag til „Feldu bókina“ dagsins í tilefni af tíu ára afmæli síðunnar og í samstarfi við The Book Fairies (Bókaálfarnir).

Og af hverju ekki að vera með, íslensku bókaunnendur? Við eigum öll okkar uppáhaldsbók, bók sem við mælum með við aðra, bók sem við lesum aftur og aftur, bók sem við lesum fyrir börnin okkar eða réttum þeim til að lesa þegar þau eru orðin eldri.

Hvaða félagsskapur er Bókaálfarnir(The Book Fairies)? Honum tilheyra einstaklingar sem fela bækur víðsvegar um heiminn fyrir aðra til að finna, lesa og gefa áfram. Allir geta verið með. Í dag eru meðlimir hópsins fimm þúsund í 100 löndum.

Hvernig tekurðu þátt?

1) Veldu bók til að gefa áfram
Bókin getur verið ein af þínum uppáhalds úr bókahillunni, bók sem þú ert búin að lesa nýlega og/eða bók sem þú vilt einfaldlega gefa áfram og leyfa öðrum að lesa og njóta.

2) Merktu bókina
Goodreads bauð upp á að panta límiða til að líma á bækurnar, en þar sem fyrirvarinn er stuttur, þá má leysa þetta með því að skrifa á spássíu bókarinnar eða prenta út þennan miða hér og festa framan á bókina.

3) Finndu góðan felustað
Finndu góðan stað til að skilja bókina eftir á. Athugaðu samt að ekki er gott að skilja þær eftir úti með tilliti til veðurs og að bókin verður að vera falin, en samt sjást.

4) Deildu felustaðnum með öðrum
Þegar þú ert búinn að fela bókina taktu mynd af felustaðnum og deildu með öðrum á samfélagsmiðlum. Myllumerki sem nota má eru til dæmis: #goodreadsturns10, #hideabookday, #ibelieveinbookfairies #feldubokdagurinn

Goodreads, heimasíða, Facebooksíða.

Book Fairies, heimasíða, Facebooksíða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
EyjanFastir pennar
Fyrir 23 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.