fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Heiða Ósk – „Hægðu á þér, gefðu þér tíma og vertu þátttakandi í eigin lífi“

Heiða Ósk
Mánudaginn 10. apríl 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ótrúlega auðvelt að týna sér í streitu lífsins og gleyma vera, gleyma njóta.
Lífið fýkur framhjá og seinna meir sjáum við að við misstum af okkar eigin lífi…

 

Árið 2014 lagði ég af stað í ferðalag með sjálfa mig, hafði engan áfangastað í huga en hafði væntingar til þess sem ég vildi sjá og finna á þessu ferðalagi mínu.

Ástæðan var einföld, ég var komin á stað þar sem staðan var ansi litlaus og leiðinleg.
Ég var hætt að njóta eins og ég vildi njóta og hver dagur flaut framhjá mér af gömlum vana.
Það má eiginlega segja að ég hafi ekki verið þátttakandi í eigin lífi.

 

Núna tæpum 3 árum seinna er áfangastaðurinn orðinn að heimili mínu ég búin að koma mér vel fyrir.

Flugtak og lending voru ekki hnökralaus en þegar horft er til baka var þetta allt þess virði.
Ég kunni heldur ekkert að fljúga svo ég þurfti að sýna þolinmæði og vera móttækileg fyrir því sem mér var kennt.

 

Ég þurfti að draga úr hraðanum og opna augun og sjá það sem var beint fyrir framan nefið á mér.

 

Lífið er ekki flugeldasýning með súkkulaðiköku og rjóma.

Lífið er að vakna og horfa björtum augum á daginn sem er framundan.

Gefa sér tíma til að byrja daginn…
Tíma til að hafa tíma, ekki hlaupa í gegnum daginn og öll þau verkefni sem mæta manni, telja niður í dags lok og andast svo á koddanum þegar deginum er að ljúka án þess að hafa gefið sér nokkurn tíma til að njóta.
Síðast en ekki síst gefa sér tíma til að enda og fara yfir daginn.

Hægðu á þér, gefðu þér tíma og vertu þátttakandi í eigin lífi.

HeiðaÓsk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“