fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Hjónin Aníta og Óttar – Með forsetanum í ungbarnasundi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Estíva og maðurinn hennar Óttar Már kynntust árið 2010. Þau voru bæði að vinna á hóteli og eftir að hafa þekkst í nokkra daga spyr Óttar hvort hún vilji koma með sér í „interrail“ um Evrópu.

„Ég taldi hann galinn og sagði honum að það væri ekki séns að ég ætlaði með ókunnugum manni í interrail,“

segir Aníta. Óttar sagðist ætla að panta flugið um kvöldið klukkan tíu og rétt fyrir tíu hringir Aníta og segir honum að bóka tvo miða. Þetta var að sumri til og þau lögðu af stað í ferðalagið um haustið.

„Við kynntumst í raun alveg ótrúlega vel í þessari ferð þar sem maður sér alveg allar hliðar á manneskjunni þegar maður ferðast svona náið með einhverjum.“

Brúðkaupsdagur Anítu og Óttars.

Á áramótunum sama ár bað Óttar Anítu um að giftast sér og gengu þau í það heilaga tveimur árum síðar. Aníta eyddi nóttinni fyrir brúðkaupsdaginn heima hjá foreldrum sínum og um morguninn vöktu foreldrarnir hana með lagi sem Óttar hafði samið. Sama lag og er í myndbandinu hér fyrir neðan.

„Lagið var nokkurn vegin á „replay“ á meðan brúðkaupsundirbúningi stóð þar sem allir þurftu auðvitað að fá að heyra lagið og öllum fannst það svo skemmtilegt.“

Aníta og Óttar gerðu svo ekkert meira með lagið fyrr en núna fimm árum síðar. Aníta var að vesenast í tölvunni og rekst á lagið. Hún spurði Óttar hvort það yrði ekki gaman að gera myndband úr skemmtilegum myndskeiðum frá ferðalögunum þeirra og skemmtilegu tímunum þeirra saman. Óttar var tregur til þess fyrst en eftir smá sannfæringu ákváðu þau að slá til og settu saman þetta myndband sem þeim þykir ótrúlega vænt um.

„Þetta er allt svo persónulegir og yndislegir tímar úr okkar lífi saman komnir undir tónum sem hann söng til mín fyrir brúðkaupið.“

Skemmtilegur fróðleiksmoli: Í myndskeiðinu þegar þau eru í ungbarnasundi er forseti Íslands viðstaddur og sést glitta í hann.

Óttar hefur alltaf verið sá rómantíski í sambandinu og verið duglegur að koma Anítu á óvart í gegnum árin. Þau eiga það sameiginlegt að elska að ferðast og hafa ferðast mikið saman síðan þau kynntust og eru alls ekki hætt. Þau eru á leiðinni í fyrstu útlandaferðina með börnin sín í sumar, en þau eru 2 og 3 ára. Þegar þau verða eldri ætla þau með börnin í interrail.

„Okkur finnst það skipta miklu máli að ferðast og njóta lífsins.“

Aníta er penni á Bleikt og er einnig með opið Snapchat þar sem fólk getur fylgst með daglegu lífi þeirra hjóna (@anitaeh).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn