fbpx
Sunnudagur 19.október 2025

Óskar Freyr: „Að svipta barn foreldri sínu er ofbeldi og illvirki gegn barninu“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 22. mars 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í mörg ár… Allt of mörg ár hef ég skrifað um forsjár og umgengnismál og það ofbeldi sem á sér víða stað í þeim málum. Við erum komin aðeins á veg með þessi mál. Það er búin að vera umræða um að þetta er raunverulegt ofbeldi sem á sér stað. En nú ætla ég að nefna nýja stöðu. Sama ofbeldið, bara mun erfiðari staða.“

Svona hefst pistill Óskars Freys Péturssonar, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag.

Óskar heldur áfram og segir okkur sögu af konu og manni sem fella hugi saman.

„Konan er nýbúin að eignast barn og blóðfaðir kýs að koma þar hvergi nærri. Konan og maðurinn fara að búa saman og gengur hann barninu í föðurstað. Hann sér barnið taka fyrstu skrefin, segja fyrstu orðin og nýtur þeirrar gæfu að verða ástfanginn af barninu. Barnið verður hans í huga hans, hjarta og í því lífi sem þau hafa búið sér til sem lítil fjölskylda.
Allt líf barnsins er hann sá faðir sem barnið þekkir. Þau tengjast ekki blóðböndum. Það gerir föðurómyndin sem taldi sig hafa val um að vera ekki faðir. Öll önnur bönd eru til staðar. Hann er faðir barnsins og barnið horfir á hann sem slíkan.“

Óskar segir frá því að slitnað hafi upp úr sambandi parsins, en vinur hans haf haldið áfram að vera faðir barnsins. „Barnið kemur til hans og þau eru saman. Hann fer með barnið til fjölskyldu sinnar sem elskar hana enda er barnið eitt af fjölskyldunni.“

En hvað gerist þegar móðir barnsins fer í nýtt samband, og sambúð og á von á barni. Óskar heldur áfram.

„Móðirin telur sig hafa rétt til þess að svifta barnið föður sínum af því nú er kominn nýr maður í hennar líf. Þetta er gert án orða af því lagalegur réttur til staðar, þar sem faðirinn er hvergi skráður. Hans viðleitni til að vera faðir barnsins áfram er sögð frekja.“

Óskar ritar þarna um vin sinn sem hann styður í gegnum þetta erfiða mál.

Hann bendir á að lagaleg réttindi og siðferðisleg skilda fari ekki alltaf saman.

„Að svipta barn foreldri sínu er ofbeldi og illvirki gegn barninu. Ef markmiðið er að skipta út föður fyrir nýjan þá er það eitt það heimskulegasta sem ég hef vitað um. Hvað ef það samband gengur ekki upp? Fær barnið þá nýjan föður eftir því sem konan skiptir um maka?“

Hann segist ómögulega geta skilið hvernig konur geta gert þetta.

„Er það ekki nóg fyrir barnið að fá að vita síðar meir að líffræðilegur faðir þess er ræfill? Fær það að heyra að faðirinn sem barnið man eftir hafi yfirgefið það líka? Eða mun það ótrúlega gerast að barnið fái að heyra sannleikann. Nei ég ákvað að svipta þig föður þínum þótt hann elski þig og vilji vera með þér. Við vitum öll að svo verður aldrei. Barnið fær því að upplifa það að tveir feður hafi yfirgefið það, þótt annar þeirra vilji ekkert meira en hafa barnið í sínu lífi áfram.“

Að lokum segir Óskar:

„Þessi mál gera mig endalaust dapran og ég vildi óska að ég hefði mátt og getu til þess að fá fólk til að hugsa lengra en það gerir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fókus
Í gær

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
433Sport
Í gær

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Í gær

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield
Pressan
Í gær

Fannst eftir að hafa verið innilokuð í 27 ár – „Fáum dögum frá dauðanum“

Fannst eftir að hafa verið innilokuð í 27 ár – „Fáum dögum frá dauðanum“