fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Bestu Super Bowl auglýsingarnar

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 6. febrúar 2017 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útslitakeppnin í amerískum fótbolta, Super Bowl, fór fram í gærkvöldi. Þetta er langstærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna og því mikið í hann lagt. Einnig er þetta lang dýrmætasti auglýsingatími ársins þar sem fyrirtæki borga gríðarlegar fjárhæðir fyrir að sýna auglýsingar sínar á besta tíma. Auglýsingarnar hafa með tímanum orðið órjúfanlegur þáttur af Super Bowl skemmtuninni þar sem menn gagrýna þær jafnvel eftir á og flokka þær bestu frá þeim verstu. Hér eru nokkar sem okkur þótti skara fram úr!

Budweiser

Þekktasta bruggsmiðja Bandaríkjanna var stofnuð þegar tveir innflytjendur, Eberhard Anheuser og Adolphus Busch, hittust í St. Louis. Auglýsingin er augljós gagnrýni á innflytjendastefnu Trump og sýnir hvernig innflytjendur hafa í gegnum tíðina haft ríkuleg áhrif á bandaríska sögu og menningu.

Audi

Bílaframleiðandinn Audi berst fyrir jafnrétti kynjanna og hefur þá stefnu að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu. Þessi auglýsing setur mikilvægi þess í tilfinningalegt samhengi sem ætti að hreyfa við flestum.

https://www.youtube.com/watch?v=G6u10YPk_34

84 Lumber

Þessi magnaða auglýsing er enn harðari ádeila á innflytjendastefnu Trumps og vegginn sem hann vill byggja á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hún þótti of umdeild til þess að sýna í bandarískju sjónvarpi en var klippt til fyrir Super Bowl. Áhorfendum var vísað á vefsíðuna journey84.com til þess að sjá hana í heild. Hér má sjá auglýsinguna í fullri lengd.

https://www.youtube.com/watch?v=4p5n2kc-xDI

Avocados from Mexico

Það hefur orðið uppi fótur og fit í leynisamtökunum vegna þess að einhver lekur ítrekað sannleikanum til almennings. Hvers eiga meðlimir þess að gjalda þegar öll heimsbyggðin veit hversu hollt það er að borða avókadó?

https://www.youtube.com/watch?v=VneoEvAJX0g

Squarespace

Það er eins gott að tryggja sitt lén áður en einhver annar tekur það. Kíktu bara á johnmalkovich.com!

Kia Niro

Melissa McCarthy er seinheppinn náttúruverndarsinni í þessari skemmtilegu auglýsingu frá Kia.

https://www.youtube.com/watch?v=1dQ9a5EFZeI

Wix

Kvikmyndahasar og vefsíðugerð eru ákveðnar andstæður sem mætast á skemmtilegan hátt í þessari auglýsingu með Gal Gadot og Jason Statham í aðalhlutverkum.

Buffalo Wild Wings

Brett Favre, fyrrverandi leikmaður í amerískum fótbolta, er með ýsmar samsæriskenningar um mistök sín á ferlinum. En eru þær kannski sannar? Íslenski leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í þessari skondnu auglýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
EyjanFastir pennar
Fyrir 22 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.