fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Lítil hjörtu gleðja börn í efnalitlum fjölskyldum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðventan er tími til að gleðjast. Þá er föndrað í skólanum og maður fær að koma með lúxusnesti öðru hverju, jólasveinarnir fara um með gjafir í skó og svo koma jólin með öllum sínum dásemdum. 

Eins yndislegur og þessi tími er, þá eru því miður sum börn sem fara á mis við ansi margt af því sem jafningjar þeirra fá og upplifa. „Við stofnuðum Lítil hjörtu til að styðja við bakið á börnum sem búa við fátækt svo þau geti notið jólanna á sama hátt og jafnaldrar þeirra. Við viljum að þau geti séð nýjustu jólamyndina, föndrað jólakort með spariglimmerinu sínu og umfram allt viljum við tryggja að jólasveinarnir rati til þeirra allra á aðventunni svo þau fái gjafir bæði í skóinn og undir tré,“ segir Styrmir Barkarson stjórnarformaður og stofnandi Lítil hjörtu.

„Í ár er fimmta árið sem við söfnum fyrir börnin. Jólagjafirnar eru farnar að skipta þúsundum og það er allt að þakka því fólki sem ljáir okkur hjálparhönd. Við fáum ómetanlega aðstoð leikfangainnflytjenda og bókaútgefenda og svo auðvitað kærkomin framlög frá svo mörgu fallega innrættu fólki, eins og þér sem ert að lesa þetta.“

Þú getur glatt börn í efnalitlum fjölskyldum um jólin á eftirtaldan hátt:

Með því að leggja frjálst framlag inn á reikning 0542-14-405515, kennitala 511116-1550.
Með því að hringja í síma 903-7111, þá gefur þú 1.000 krónur sem tryggja einu barni gjafir í skóinn frá jólasveinum á aðventunni.
Með því að hringja í síma 903-7112, þá gefur þú 3.000 sem tryggja einu barni jólagjöf á aðfangadagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ungstirni kallað til æfinga hjá United – Lykilmaður sást ekki á æfingu í gær

Ungstirni kallað til æfinga hjá United – Lykilmaður sást ekki á æfingu í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka