fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Komdu og búðu til þitt eigið skrímsli – Skrímslin í Hraunlandi með útgáfuteiti

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Björk og skrímslin.

Frá árinu 2011 hefur íslenska fyrirtækið Monstri ehf. handgert lítil ullarskrímsli sem hafa verið til sölu meðal annars í Rammagerðinni, Eymundsson, Vatnajökulsþjóðgarði og fleiri stöðum þar sem þau hafa fengið frábærar viðtökur hjá ferðamönnum.


Monstri ehf. skrifaði undir dreifingarsamning í Japan fyrr á þessu ári og gaf í kjölfarið út bókina „The Skrimslis of Lavaland.“ Nú hefur bókin verið gefin út á íslensku og mun fyrirtækið halda útgáfuteiti í Hafnarborg Hafnarfirði þann 11. nóvember næstkomandi.


„Skrímslin hafa verið mjög vinsæl hjá ferðamönnum á Íslandi en útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með bókinni viljum við kynna skrímslin betur fyrir íslenskum börnum enda hafa skrímslin tengingu í íslenska arfleið og náttúru ásamt því að boða umhverfisvernd. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast þessum málefnum á skemmtilegan hátt,“ segir Alma Björk.

Í útgáfuteitinu verður skrímslasmiðja þar sem púsla má saman sínu eigin skrímsli. Á staðnum verður heilmikið úrval af efni svo börn sem fullorðnir geta fengið góða útrás fyrir sköpunarþörfina og gert sitt eigið einstaka skrímsli.

„Okkur finnst þetta virkilega spennandi og eitthvað sem okkur langar að bjóða uppá í framtíðinni, það er að fólk geti komið til okkar og gert sitt eigið skrímsli. Skrímslin urðu til þegar afgangar hlóðust upp frá framleiðslu á fatnaði og leitað var leiða í vöruþróun til að takmarka sóun efna. Með skrímslasmiðjunni viljum við leggja okkar af mörkum við takmörkun á hráefnavinnslu og nýta þannig afgangsefni og afklippur til þess að skapa virði, enda allt of mikil sóun sem á sér stað í dag,“ segir Alma Björk.


Útgáfuteitið verður  í Hafnarborg í Hafnarfirði laugardaginn 11 nóvember frá kl. 12-16. Skrímslið Hellir mætir á svæðið ásamt Bjarna töframanni sem mun sjá til þess að partýið verði töfrum líkast. Það verður upplestur úr bókinni og svo geta þeir sem vilja búið til sitt eigið skrímsli.

Facebooksíða Skrímslin í Hraunlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að Salah eigi ekki að vera valinn leikmaður tímabilsins – Nefnir annan mikilvægari

Segir að Salah eigi ekki að vera valinn leikmaður tímabilsins – Nefnir annan mikilvægari
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Hulk bætti met Neymar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist