fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025

Mulan fundin eftir ársleit

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska leikkonan Liu Yifei, einnig þekkt sem Crystal Liu, hefur verið valin til að leika aðalhlutverk leikinnar endurgerðar Mulan í leikstjórn Niki Caro.

Eftir árs langa leit í fimm heimsálfum þar sem yfir 1000 leikkonur spreyttu sig fyrir hlutverkið, sem felur meðal annars í sér kunnáttu í bardagalistum, enskukunnáttu og stjörnueiginleika, var Liu valin. Til að halda í menningarlegan bakgrunn myndarinnar lögðu framleiðendur áherslu á að kínverks leikkona myndi leika Hua Mulan, sem dulbýr sig sem karlmaður til að taka sæti föður síns í Kínaher á fimmtu öld.

Liu hefur allt sem þarf í hlutvekið, hún ber gælunafnið „Fairy sister“ (Álfa systir) í Kína vegna hreins og sakleysislegs útlits og ímyndar og er ein af vinsælustu leikkonum samtímans eftir að hafa komið fyrst fram í vinsælum sjónvarpsþáttum um 2005, þegar hún var enn unglingur og sótti um í leiklistarskólanum í Beijing. Hún talar ensku reiprennandi, hefur búið í Queens í New York og hefur leikið á ensku á móti Jackie Chan og Jet Li og í Outcast árið 2014 á móti Nicholas Cage og Hayden Christensen. Hún lék einnig á móti Emilie Hirsh í mynd Bille August The Chinese Widow sem var opnunarmynd alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Shanghai núna í júní.

Liu hefur verið andlit Dior, Tissot, Garnier og Pantene. Hún lék síðast í Once Upon a Time, sem skilaði 82,3 milljón dollara í tekjur í Kína nú í sumar. Árið 2012 lék hún í The Assassins sem hún fékk sín fyrstu verðlaun fyrir á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Macau.

Mulan er áætluð í kvikmyndahús árið 2019. Teiknimyndin sem kom út árið 1998 og Ming-Na Wen, Eddie Murphy og B.D. Wong töluðu inn á auk annarra, halaði inn 304,3 milljónir dala á heimsvísu og var tilnefnd til Grammy og Óskarsverðlauna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Flugfarþegar á leið frá Íslandi til vandræða tvo daga í röð

Flugfarþegar á leið frá Íslandi til vandræða tvo daga í röð
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Eiga von á þriðja barninu

Eiga von á þriðja barninu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ramsey kominn til Newcastle

Ramsey kominn til Newcastle
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.