fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hildur semur tónlistina í Chernobyl – Eyddi mörgum klukkutímum í kjarnorkuveri

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 16:00

Hildur Guðnadóttir. Mynd: Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HBO-þættirnir Chernobyl, sem fjalla líkt og nafnið gefur til kynna um kjarnorkuslysið fræga, hafa vakið mikla athygli undanfarið, en þættirnir hafa verið sýndir á Stöð 2 undanfarnar vikur.

Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina fyrir þættina, en hún var gestur í hlaðvarpinu Score the Podcast. Þar lýsti hún því hvernig hún gerði tónlistina fyrir þættina.

Hildur lýsir því þegar hún fór í kjarnorkuver í Litháen ásamt Chris Watson sem er að sögn Hildar einn besti og reyndasti hljóðupptökumaður í heimi. En hann hefur tekið upp hljóð í mörgum náttúrulífsmyndum David Attenborough.

„Hvert einasta hljóð í stefi þáttanna kemur úr sjálfu kjarnorkuverinu,“ segir Hildur en hún talar um að það hafi verið mikilvægt fyrir sig að þekkja hljóðin í kjarnorkuveri til að gera tónlistina fyrir þættina.

Hildur lýsir ákveðinni hurð í kjarnorkuverunni sem gaf frá sér hljóð sem henni þótti mögnuð. „Ég hlustaði á hurðina klukkutímum saman, þangað til ég heyrði DídídíOg fattaði að þar væri melódían. Ég tók þessa litlu búta og gerði melódísku hlið stefsins,“

Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta