fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Jóhannes Haukur í spennutrylli með Ian McKellen og Helen Mirren

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 11. maí 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í spennutryllinum The Good Liar eftir Óskarsverðlaunahafann Bill Condon, leikstjóra Chicago, Dreamgirls og Beauty and the Beast. Tökur á myndinni eru hafnar og fara að mestu fram í Bretlandi, en einnig í Þýskalandi. Sjá stórleikararnir Helen Mirren og Ian McKellen um burðarrullurnar.

Condon er einnig einn framleiðandi myndarinnar og hefur áður unnið með McKellen að myndunum Mr. Holmes og Gods and Monsters, en Condon vann Óskarsverðlaun fyrir árið 2000 í flokki besta handrits byggðu á áður útgefnu efni. Leikstjórinn naut einnig mikillar velgengni með lokamyndum Twilight-seríunnar og halaði Beauty and the Beast inn rúman milljarð í Bandaríkjadölum á heimsvísu, þar með tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs.

The Good Liar er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Nicholas Searle og skrifuð af handritshöfundi Mr. Holmes, þar sem Ian McKellen fór einnig með aðalhlutverkið. Að þessu sinni leikur McKellen glæpamann sem ætlar að setjast í helgan stein eftir eitt lokasvindl. Áætlunin er að vinna sér inn traust dularfullrar ekkju og stela peningum hennar, en stigmagnandi vefur lyga reynist hafa ófyrirsjáanleg áhrif á þau bæði.

Kvikmyndavefurinn IMDb staðfestir að Jóhannes fari með hlutverk persónu að nafni Vlad og verður The Good Liar frumsýnd á næsta ári. Einnig má búast við vestranum The Sisters Brothers á næstunni, þar sem Jóhannes er í kominn í hóp með mönnum á borð við Jake Gyllenhaal, John C. Reilly og Joaquin Phoenix.

 

Jóhannes í hlutverki Steinars í spennuþáttaröðinni The Innocents frá Netflix – væntanleg í ágúst.
Ævintýralegur Jóhannes í stórmyndinni Alpha. Hún er líka væntanleg í ágúst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli