fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Framúrstefna í kvikmyndagerð og mannréttindamál í brennidepli

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 15. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ár hvert safnast saman bíógestir úr öllum áttum, í ellefu daga, til að njóta fjölbreyttra og menningarlegra kvikmynda í höfuðborg Íslands. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) fer af stað með herlegheitum í næstu viku og fagnar fimmtán ára afmæli sínu í ár og sjást engin merki um hjöðnun.

Gera má ráð fyrir því að dagskráin verði þéttari en nokkru sinni fyrr og mæta merkir gestir á borð við stórleikarana Mads Mikkelsen og Shailene Woodley. Hinn fyrrnefndi tekur á móti sérstökum heiðursverðlaunum fyrir framúrskarandi listrænan leik á ferli sínum á meðan Woodley hefur verið skipuð formaður dómnefndar í aðalflokki hátíðarinnar, Vitranir. Á hátíðinni verða sýndar þrjár kvikmyndir með leikkonunni og eru það Big Little Lies, The Descendants og Adrift eftir Baltasar Kormák.

Þess má einnig geta að svonefndur guðfaðir framúrstefnukvikmyndagerðar, Jonas Mekas, verður heiðursgestur RIFF í ár en hann hefur unnið náið með listamönnunum Andy Warhol, John Lennon og Salvador Dali.

Sem fyrr býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk þeirra, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar, auk þess að njóta kvikmynda með óhefðbundnum hætti, meðal annars í sundi, í helli eða jafnvel í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni. Fjöldi erlendra blaðamanna og bransafólks sækir hátíðina ár hvert.

Kvikmyndir hafa oft verið breytingarafl í heiminum og hafa heimildamyndir sífellt skipað stærri sess í dagskrá hátíðarinnar með hverju ári. Einnig fá leiknar myndir sem snúa að mannréttindum, lífsgæðum og umhverfismálum veglegt pláss þetta árið.

Dagskráin á fimmtán ára afmælishátíðinni setur unga kvikmyndagerðarmenn og framsækna kvikmyndagerð á oddinn. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllti lundinn, eru til dæmis tileinkuð kvikmyndagerðarmanni fyrir hans fyrstu eða aðra mynd.

Í gegnum árin hefur Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík tekið á móti ýmsu veglegu fagfólki, en á meðal þess má nefna Mike Leigh, Darren Aronofsky, Susanne Bier, Hal Hartley, Béla Tarr, Marjane Satrapi, Jim Jarmusch, Atom Egoyan, Andrea Arnold, Lone Scherfig og Dario Argento.

 

DV býður lesendum tækifæri til að vinna sérstaka passa sem gilda fyrir tvo á kvikmyndahátíðina. Getraun fer fram á DV.is og stendur leikurinn fram að upphafi hátíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli