fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Skjárýnirinn: „Geggjaðir þættir um nörda sem eru alltaf alveg að meika það“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. júní 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Helgi Þórðarson útvarpsmaður horfir hættulega mikið á sjónvarp og undirbýr sig nú fyrir áhorf á HM þar sem öll tæki verða nýtt svo hann missi ekki af neinu.

„Ég horfi hættulega mikið á sjónvarp og hef gert allt of lengi. Ég er auðvitað í miðjum upptakti fyrir HM í Rússlandi og hef horft á allt sem mögulega getur tengst fótbolta og svo er úrslitarimman í NBA í fullum gangi og tíminn sem fer í þetta gláp er meira en venjulegur maður eyðir í almennt gláp. Svo tekur við allt hitt. Við fengum okkur Netflix fyrir ekki svo löngu og þar er margt prýðilegt.

Mér fannst fyrsta serían af Handmaid’s Tale mögnuð, finnst öllu erfiðara að horfa á aðra þáttaröð, Silicon Valley eru geggjaðir þættir um nörda sem eru alltaf alveg að meika það, en missa það alltaf á lokasprettinum í einhverju rugli en óvart reddast það alltaf í jafnvel enn betra rugli.

Ég þoli ekki „zombie“-drasl en er forfallinn Walking Dead-sjúklingur þrátt fyrir að maður kvarti alltaf duglega ef þættirnir eru hægir (sem er mjög oft).

Glæpaheimildaþættir eru skemmtilegir og ég held að ég sé búinn að sjá allar tónlistarheimildamyndir á Flixinu, sama hvort viðfangsefnið sé ömurleg hljómsveit eða bara leiðinleg, lítið um mína tónlist þar.

Uppáhaldsefnið mitt er væntanlega fyrirmynd Satt eða logið á Stöð 2, Would I Lie To You sem maður sér á BBC eitthvað. Þar get ég setið einn og tárast í hlátursköstum og heyrt fussið og sveiið frá öðrum fjölskyldumeðlimum sem hafa engan áhuga á þessu. Erum ekki með Stöð 2 en dóttir mín var með mér í flissliðinu þegar fyrri Satt eða logið-serían var í gangi á Stöð 2, þá vorum við með. Hún dettur í súper flissliðið mitt þegar hún er orðin nógu góð í ensku, ætli ég geymi mér ekki restina af Would þangað til að hún er klár í þetta.

En nú fer allt á „hold“ því ég mun ekki missa af einum leik á HM, ég verð ekki í fríi á meðan hátíðin fer fram svo vídeótækið og tímaflakkið og draslið verður notað til að ekkert fari framhjá mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“