fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fókus

Solo nær litlu flugi í aðsókn: Slakasta opnun Star Wars myndar frá upphafi

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 28. maí 2018 16:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævintýramyndin Solo: A Star Wars Story hirti toppsæti aðsóknarlistans af Deadpool 2, bæði Íslandi og í Bandaríkjunum en náði hvorki að væntingum spámanna né framleiðenda.

Myndin var frumsýnd víða um heim síðustu helgi og halaði inn 83 milljónir bandaríkjadollara vestanhafs en alls 148 milljónir á heimsvísu. Sérfræðingar segja tölurnar ágætar en markar þetta lægstu opnun myndabálksins frá upphafi.

Solo: A Star Wars Story segir söguna af yngri árum hetjunnar Han Solo, sem í áraraðir var leikinn af Harrison Ford. Að þessu sinni er það Alden Ehrenreich sem hefur tekið við keflinu og kynnist hetjan góðkunnum persónum á borð við Chewbacca, Lando Calrissian og fleirum.


Talið er að framleiðendur Disney og Lucasfilm hafi gert ráð fyrir rúmlega 100 milljón dollara opnun í heimalandinu einu. Myndinni gekk betur í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu og Kína en á talsvert eftir í land til að mæta auglýsinga- og framleiðslukostnaði, sem nemur um rúmum 350 milljónum. Á Íslandi voru tæplega 7 þúsund manns sem sáu myndina fyrstu dagana.

Kvikmyndin Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson var einnig frumsýnd á miðvikudaginn og lenti í fjórða sæti íslenska aðsóknarlistans, á eftir Deadpool 2 og fjölskyldumyndinni Charming sem var einnig frumsýnd sömu helgi. Alls hafa nú um 2500 manns séð nýjustu kvikmynd Benedikts en hún var afhjúpuð hérlendis þann 22. maí og hefur hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“
Fókus
Í gær

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“