fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Daria býður í vinnustofu um heimstónlist

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núna um helgina mun tónlistarkonan Daria Marmaluk-Hajioannou koma til Íslands og vera með vinnustofu um heimstónlist í Menningarhúsinu í Grófinni.
 
Í tilkynningu frá safninu segir að námskeiðin hennar hafa verið afar vinsæl þar sem hún kennir á alls kyns skemmtileg hljóðfæri sem við sjáum kannski ekki á hverjum degi.
DARIA heitir fullu nafni Daria Marmaluk-Hajioannou. Hún mun deila með okkur lögum og sýna okkur hljóðfæri sem notuð voru fyrr á öldum. Hún hefur sankað að sér tónlistararfleifð úr öllum heimshornum og ferðast um heiminn til að miðla vitneskju sinni. Í smiðjunni lærum við að spila á skeiðar, þvottabretti, limberjack dúkkur og amerískt langspil (dulcimer). Hún mun einnig leyfa okkur að heyra lög frá Lenape, ættbálki frumbyggja í Pensylvaniu þar sem Daria hefst við. Hægt er að finna tónlist DARIU á vefsíðu hennar.
Daria ólst upp í Perú þar sem hún varð vitni af miklum rasisma og ofbeldi en sú reynsla hafði mikil áhrif á ákvörðun hennar um að leggja fyrir sig þennan feril. Hún hefur komið fram í hinum ýmsu heimshornum, á hátíðum, söfnum, bókasöfnum, skólum, bænahúsum, og svo framvegis. Hún er hvað þekktust fyrir að halda smiðjur fyrir börn, en í þetta sinn verður smiðjan opin konum á öllum aldri sem vilja koma og prófa skemmtileg hljóðfæri og fræðast um heimstónlist. Í smiðjunni lærum við að spila á skeiðar, þvottabretti, limberjack dúkkur og amerískt langspil (dulcimer).
 
Athugið að smiðjan fer fram á ensku.
Laugardaginn 15. september 2018, 14.00-16.00
Lög, sögur og hljóðfæri frá fyrri öldum Ameríku
Hvaða hljóðfæri notaði fólk á fyrstu árum Bandaríkjanna? Fólk lifði oft við þröngan kost og notaði því oft áhöld sem til voru á heimilinu, líkt og þvottabretti og skeiðar, til að skapa tónlist. Í þessari smiðju mun DARIA spila á ameríska Appalachian langspilið (dulcimer), skeiðar, þvottabretti og limberjack dúkkur. DARIA deilir einnig með okkur tónlist frumbyggjanna í Ameríku sem bjuggu þar löngu áður en landnemarnir komu.
Sunnudaginn 16. september 2018 kl. 14.00-16.00
Lög, sögur og hljóðfæri frá ýmsum heimshornum
Mannfólk býr til tónlist alls staðar í heiminum. Og það gerir það á afskaplega skapandi og yndislegan máta. DARIA sýnir okkur tónlistararfleifð frá hinum ýmsu heimshornum og mun flytja fyrir okkur tónlist á hinum ýmsu tungumálum með hljóðfærum á borð við shekere frá Afríku, chapchas frá Perú og söngskál frá Tíbet.
Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur til að hittast, kynnast og tengjast. Listræn sköpun er notuð sem tjáningarform í hringnum en einnig er boðið er upp á ýmis konar fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Hringurinn hefur verið starfandi í 10 ár og öllum konum er velkomið að taka þátt.
Í haust verður dagskráin einstaklega fjölbreytt, meðal annars verður boðið upp á leshring, leiklistar- og tónlistarsmiðjur. Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.
Hér má sjá viðtal við Dariu í Huffington Post:
Viðburðurinn er á vegum Söguhrings kvenna.
 
 
 
 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis fædd – „Erum yfir okkur ástfangin“

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis fædd – „Erum yfir okkur ástfangin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rapparinn Drengur: Erfiðast að grafa bróður minn

Rapparinn Drengur: Erfiðast að grafa bróður minn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er þetta eftirsóttasti leikarinn í Hollywood í dag?

Er þetta eftirsóttasti leikarinn í Hollywood í dag?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob sagður eiga að skammast sín af Elínu „Jakob Frímann. Þú ert mengaður. Mengaður af fordómum, þekkingarleysi og fyrirlitningu“

Jakob sagður eiga að skammast sín af Elínu „Jakob Frímann. Þú ert mengaður. Mengaður af fordómum, þekkingarleysi og fyrirlitningu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vala Yates: „Ég fór rosalega langa krókaleið, lét drauminn rætast“

Vala Yates: „Ég fór rosalega langa krókaleið, lét drauminn rætast“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gekk flautuleikari og strippari endanlega frá Simon Cowell með hjálp Terry Crews?

Gekk flautuleikari og strippari endanlega frá Simon Cowell með hjálp Terry Crews?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sumarsólstöður með Gógó og Lísu: Tónleikar í Lindakirkju á föstudagskvöld

Sumarsólstöður með Gógó og Lísu: Tónleikar í Lindakirkju á föstudagskvöld