fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Austurvígstöðvarnar halda útgáfutónleika Útvarp Satan

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóðapönksveitin Austurvígstöðvarnar sendi frá sér hina umdeildu hljómplötu Útvarp Satan í sumar og vakti hún talsverða eftirtekt ekki síst fyrir hárbeitta ádeilutexta Davíðs Þórs Jónssonar. Í tilefni af útgáfu plötunnar hafa Austurvígstöðvarnar verið duglegar við tónleikahald og spilaði hljómsveitin meðal annars á rokkhátíðinni Eistnaflugi í sumar við góðar undirtektir.
Nú er komið að útgáfutónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem Útvarp Satan verður leikin í heild sinni.
Austurvígstöðvarnar voru stofnaðar á Reyðarfirði árið 2016 og markmið sveitarinnar hefur frá upphafi verið að flytja blóðhráa, grimmpólitíska og andfasíska pönktónlist. Hljómsveitina skipa: Davíð Þór Jónsson, Díana Mjöll Sveinsdóttir, Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir, Jón Hafliði Sigurjónsson, Jón Knútur Ásmundsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir.
Á tónleikunum kemur einnig fram hin goðsagnakennda pönkhljómsveit Saktmóðigur sem er flestum rokkunnendum á Íslandi vel kunn en sveitin gaf nýlega út sína áttundu afurð, breiðskífuna Lífið er lygi. Saktmóðigur hefur leikið á ótal tónleikum í gegnum tíðina og síðustu ár hefur sveitin átt fastan sess á rokkhátíðinni Eistnaflugi. Sendi Saktmóðigur meðal annars  frá sér afmælisbraginn Eistnaflugsdans í tilefni af tíunda Eistnafluginu árið 2015.
Tónleikarnir verða haldnir í Bæjarbíói, Hafnarfirði, í kvöld. Húsið opnar kl. 19:30 og talið verður í fyrsta lag stundvíslega kl. 20:30. Helgi Seljan, sjónvarpsmaðurinn góðkunni, mun kynna böndin á sviðið og halda uppi stemmningu á milli atriða.
Miðasala hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli