fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Hereditary: Yfirnáttúruleg geðveiki

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 20. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hereditary er hrollvekja af gamla skólanum sem auðvelt er að dást að, en erfiðara að elska. Það er mikið gotterí í boði ef viðkomandi kann að meta þrúgandi andrúmsloft, óútreiknanlega framvindu, hægan bruna og hreint rafmagnaðan leik áströlsku leikkonunnar Toni Collette.

Þetta er mynd sem leggur ýmislegt til umræðu um geðklofa, áföll, samskiptaleysi og missi, en með sterku, yfirnáttúrulegu kryddi. Uppsetning sögunnar er meðhöndluð af brakandi ferskleika þótt myndin hitti ekki alltaf í mark í óhugnaðinum. Sá hængur skrifast í rauninni á þvældar „tónasveiflur“ í uppsetningunni.

Leikstjórinn fetar fína línu á milli mátulega truflandi sena og yfirdrifins hamagangs sem vakti upp talsverðan hlátur í sal og þá á röngum stöðum. Aftur á móti má gefa myndinni prik fyrir að í henni eru skoðaðar nýjar nálganir á kunnuglegum efnivið og fyrir meistaralega úthugsaðan stíl. Þetta eru þættirnir sem lyfta heildinni upp úr langdregninni en forvitnilegri setu í flotta hrollvekju sem vert er að kanna. En heilög Helga Möller hvað hún Collette er stórkostleg þarna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli