fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Fyndinnar konu er sárt saknað

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var að flakka milli sjónvarpsstöðva kvöld eitt og sá þá að í sænska sjónvarpinu var verið að sýna uppistand með Joan heitinni Rivers. Ég gat ekki látið þann þátt framhjá mér fara. Ég er staðfastur aðdáandi Joan Rivers og er ekki frá því að hún sé besti uppistandari fyrr og síðar. Ég græt af hlátri þegar ég hlusta á hana en þar sem ég er í eðli mínu borgaralega þenkjandi tek ég einnig nokkur andköf. Brandarar Joan Rivers eru alls ekki fyrir þá allra viðkvæmustu. Þannig þarf maður að koma sér í ákveðnar stellingar ef maður ætlar að hlusta á hana.

Í þessum þætti var Joan í essinu sínu, hafði unun af að ganga fram af áheyrendum sem nutu þess að láta ögra sér. Hún hæddist að öllu og öllum, og líka að sjálfri sér. Hún klæmdist og jós úr sér svívirðingum en var um leið svo drepfyndin að maður engdist um af hlátri. Salurinn veinaði allan tímann. Þetta var sannarlega hressandi kvöldstund.

Joan var ekkert heilagt. Pólitísk rétthugsun fékk alltaf á baukinn, og það réttilega, þegar Joan mætti til leiks. Sumir verða önugir með aldrinum, en ekki Joan sem var alltaf jafn fyndin. Þegar hún lést óvænt 81 árs var sannarlega ástæða til að syrgja. Hún lifir samt í þáttum eins og þeim sem sænska sjónvarpið sýndi á besta sýningartíma. Við aðdáendur hennar þökkum fyrir okkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“