fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024

Jón Viðar gagnrýnir Óþelló: „Mér er skítsama þó að ég eyðileggi jólin fyrir ykkur“

Segir að sýningin sé öllum í Þjóðleikhúsinu til skammar – „Úrkynjað pakk í plasti“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. desember 2016 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi sýning er ykkur öllum til skammar og einkum þér, því endanlega er ábyrgðin þín. Þú ert nýr í starfi og ættir nú að hafa tækfæri til að hefja leikhúsið upp úr þeirri botnlausu lágkúru sem það hefur sí og æ verið að detta í mörg undangengin ár.“

Svo skrifar leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson í Fréttatímann. Óhætt er að segja að hann gefi þar Óþello, verki Shakespears, í uppfærslu Gísla Arnar Garðarssonar, algjöra falleinkunn. Yfirskrift leikdómsins er „Úrkynjað pakk í plasti“. Hann hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum.

Standast ekki væntingar

Standast ekki væntingar

Þess má geta að Bryndís Loftsdóttir skrifar gagnrýni um sama verk í DV. Verkið fær þar tvær og hálfa stjörnu en í niðurlagi gagnrýninnar, sem lesa má í áramótablaði DV segir: „Að sýningunni standa frábærir listamenn sem fært hafa okkur framúrskarandi leiksýningar á liðnum árum. Í þetta skiptið standast þau ekki væntingar og listinn yfir það sem betur hefði mátt fara gæti verið lengri. Mest svíður þó að þessi mikli harmleikur skuli ekkert hafa snert við manni.“

Orðunum hér í byrjun fréttarinnar beinir Jón Viðar að Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra. Hann beri ábyrgð á sýningunni og hún sé öllum til skammar. Og ekki gefur hann leikstjóranum, Gísla Erni, góða einkunn: „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þú ætlir að viðhalda þeirri ómenningu tveggja síðustu forvera þinna, að leyfa mönnum, sem eru ólæsir á leikskáldskap, að gefa íslenskum áhorfendum rammfalska mynd af stórbrotnasta leikskáldskap allra tíma.“

Jón Viðar er þekktur fyrir að setja fram skoðanir sínar umbúðalaust. Í afmælisþætti Ríkissjónvarpsins í haust sagði hann meðal annars eitthvað á þá leið að hann sæi helst eftir því að hafa verið of linur. Dóminn um Óþelló einkennir þó engin linkind. Hann byrjar dóminn á að skrifa um upphafastriðið, þar sem Ingvar E. Sigurðsson kemur fram á nærbuxunum og heggur niður tré með öxi. „Mér dettur helst í hug að Gísli Örn Garðarsson, eini höfundur þess sem hér fer fram (Shakespeare er alsaklaus af því) sé að reyna að segja eitthvað í þessa veru: „Það sem þið, hæstvirtir áhorfendur, eigið í vændum og hafið keypt ykkur inn á er ekki neitt gamaldags Sjeikspír-drasl því ég er framúrstefnuleikstjóri og nú ætla ég að brytja leikrit Shakespeares í spað eins og allir sannir framúrstefnuleikstjórar – og mér er skítsama þó að ég eyðileggi jólin fyrir ykkur sem eruð svo vitlaus að halda að ég geri ekki nákvæmlega það sem mér sýnist.““

Plast skipar stóran hluta leikmyndarinnar. Í baksýn má sjá Ingvar E. á nærbuxunum.
Nína Dögg Filippusdóttir Plast skipar stóran hluta leikmyndarinnar. Í baksýn má sjá Ingvar E. á nærbuxunum.

Mynd: Eddi

Hann skrifar í kjölfarið býsna langa lýsingu á því hvað hann ímyndar sér að Gísli Örn gæti hafa skrifað um verkið í leikskrána. Þar gerir hann stólpagrín að Gísla sem gefur til kynna að hann líti stórt á sig og telji sig geta gert það sem honum sýnist frægðar sinna vegna. „Því miður hefur hann sleppt því sem er út af fyrir sig skiljanlegt; þetta er einungis enn eitt flippið, enn ein skrumskælingin á verki eftir Shakespeare sem tvö aðalleikhús þjóðarinnar hafa trakterað okkur nokkuð reglubundið á síðustu tuttugu árin eða svo. Og ekkert nýtt í því, nema helst óvenju stór skammtur af sora sem leikstjórinn leggur til frá eigin brjósti.“

Jón Viðar segir það lágmarkskröfu að Þjóðleikhúsið kynni „önnur eins ósköp og þessi“ sem hugverk leikstjórans. „Það svíkst leikhúsið um og selur því enn og aftur svikna vöru þeim áhorfendum, sem hafa keypt sig inn í von um að kynnast og njóta listar Shakespeares.“ Hann gagnrýnir einnig að Gísli Örn hafi ráðið eiginkonu sína, Nínu Dögg Filippusdóttur í hlutverk Jagó og vin sinn úr Vesturporti, Ólaf Egil Egilsson, í leyfar af hlutverki Emilíu. „Ég hef heyrt daufara klapp á frumsýningum Þjóðleikhússins, en ekki oft.“

Hér má lesa dóminn í Fréttatímanum í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Antony til sölu
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ronaldo reynir að fá hann til Sádí og þeir vilja borga væna summu – Bruno átti góðan fund með United

Ronaldo reynir að fá hann til Sádí og þeir vilja borga væna summu – Bruno átti góðan fund með United
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Antony til sölu

Antony til sölu
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Stuðningsmenn Njarðvíkur sagðir hafa brotið fjölda sæta á heimavelli Vals – „Íþróttir kalla fram tilfinningar í fólki“

Stuðningsmenn Njarðvíkur sagðir hafa brotið fjölda sæta á heimavelli Vals – „Íþróttir kalla fram tilfinningar í fólki“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þjálfari Tottenham fær mikið lof – Las yfir stuðningsmanni sem fagnaði tapi liðsins

Þjálfari Tottenham fær mikið lof – Las yfir stuðningsmanni sem fagnaði tapi liðsins