fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Verðlaunaleikkonur saman í mynd

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunaleikkonurnar Cate Blanchett, Sandra Bullock og Anne Hathaway leika saman í myndinni Ocean’s Eight en segja má að myndin sé tilbrigði við Ocean’s myndirnar, Ocean’s eleven, Ocean’s twelve og Ocean’s Thirteen, en þar fóru George Clooney, Brad Pitt og aðrir föngulegir karlmenn með aðalhlutverkin. Helena Bonham Carter og Rihanna eru einnig í leikhópnum en myndin skartar leikkonum í öllum helstu hlutverkum. Leikstjóri er Gary Ross sem hefur meðal annars leikstýrt myndunum Seabiscuit og Hungurleikunum. Steven Soderbergh, sem leikstýrði Ocean-þríleiknum er meðal framleiðenda myndarinnar ásamt George Clooney sem lék einmitt Danny Ocean í þríleiknum vinsæla. Í Ocean’s Eight fer Sandra Bullock með hlutverk systur Danny Ocean. Bullock og Clooney er vel til vina og léku saman í hinni frábæru mynd Gravity. Talið er að Clooney hafi mælt með Bullock í aðalhlutverkið í Ocean Eight. Lítið hefur frést af söguþræði myndarinnar annað en að þar er fjallað um rán. Kvikmyndatökur munu hefjast í október.

George Clooney og Sandra Bullock.
Góðir vinir George Clooney og Sandra Bullock.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Í gær

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár