fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Kjartan þjálfaði vinkonu Ásdísar Ránar sem hvarf: „Annaðhvort var hún mafíutengd eða einhver hefur látið hana hverfa“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 9. september 2020 08:40

F.v.: Kjartan Guðbrandsson, Ruja og Ásdís Rán.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Guðbrandsson einkaþjálfari er líklega eini Íslendingurinn sem hefur sigrað keppnir í kraftlyftingum, vaxtarrækt, aflraunum, fitness og skotfimi. Kjartan byrjaði að æfa með Jóni Páli Sigmarssyni, margföldum sterkasta manni heims, sem unglingur. Hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar.

Kjartan hefur upplifað ótrúlega hluti í gegnum tíðina og tekið þátt í alls kyns hlutum. Árið 2016 var hann fenginn í sérstakt verkefni, þegar honum var boðin full vinna í London við að einkaþjálfa dularfulla moldríka konu.

„Mér var boðin vinna í Equinox í London og það var klapp á bakið fyrir mig, af því að þetta er fyrir mér besta „gym“ í heimi. Þetta var árið 2017 og ég var fenginn í að þjálfa eina rússneska í prufuverkefni. Ég brunaði til London og massaði prufuna, en hún var ekki alveg tilbúin í verkefnið. Þetta var búlgarskur Rússi [Ruja Ignatova]. Hún var í braski með rafmynt (OneCoin) og hafði náð svaka hæðum þar og átti bunka af aurum og lifði hátt. Hún var með lífverði og alls konar „crew“ í kringum sig og svo var ég þjálfarinn þarna einhvers staðar á „standby“ á Hilton hótelinu og ég þoli það ekki til lengdar. Hún var ekki alveg tilbúin í það prógramm sem ég ætlaði henni. Ég nenni ekki að vera á launum við að gera ekki neitt, ég hef prófað það áður. Ég var á launum við að gera nánast ekki neitt. Ég kíkti í gymmið og rölti um Kensington og fékk mér eitthvað að borða og svo leið bara tíminn. Ég vildi sjá hvort hún myndi hrökkva í gírinn, en eftir sex eða sjö vikna æfingatörn sem var frekar dræm, þá tók ég fund og ákvað að við myndum reyna að hittast seinna og gera þetta betur þegar hún væri tilbúin. En nú skilst mér að hún sé bara horfin af yfirborði jarðar. Þetta er vinkona Ásdísar Ránar, en hún gufaði bara upp. Annað hvort var hún mafíutengd eða einhver hefur látið hana hverfa. Eða að hún hafi sjálf látið sig hverfa með einhvern pening, en enginn veit neitt virðist vera. Þetta var talsvert öðruvísi verkefni en ég er vanur,“ segir Kjartan.

Ruja hafði náð ótrúlegum hæðum í braski með rafmyntina á heimsvísu áður en hún hvarf sporlaust í október árið 2017. Ekkert hefur spurst til hennar síðan þá og hafa lögregluyfirvöld víðs vegar í heiminum reynt að hafa uppi á henni, án árangurs.

Sjá einnig: Ásdís Rán flækt í alþjóðlegan fjársvikahring: Besta vinkonan eftirlýst af FBI – „Ég veit ekki hvort hún sé dáin eða ekki“

Ruja er ekki fyrsti moldríki einstaklingurinn sem ræður Kjartan í vinnu, því að hann var vinsæll hjá útrásarvíkingum og íslenskum auðmönnum fyrir hrun:

„Fyrsti túrinn minn er Kanarýeyjar og svo annar til Kúbu sem var mögnuð ferð og síðan koma Tælandstúrar alveg magnaðir, þar sem var æft stíft í fjóra daga og hvílt í einn á milli. Sex til sjö vikna túrar þar sem tekin voru stundum allt upp í 20 kíló af mönnum. Á Kúbu var ég með einum sem léttist mjög hratt af því ég hafði valið eitthvað afdalasvæði þar sem við vorum í algjöru harki við að finna eitthvað að borða. Þetta var mestmegnis bara hvítt brauð með tómatsósu og í gymminu var bara eitthvað gamalt rússneskt dót, en alveg geggjaður andi. Það var æðislegt kaffi þarna, en maturinn aðallega hvítt brauð, einhverjir ávextir af trjánum og svo „Paladres”, þar sem maður fór inn á heimili og maður vissi ekkert hvað var í matinn. Við átum allan andskotann í þessari ferð,” segir Kjartan og heldur áfram:

„Þetta voru skemmtilegar ferðir. Taíland er frábært land með yndislegu fólki. Það var æft grimmt og borðað hollt. En þarna fékk ég líka mín fyrstu kynni af ákveðnu andlegu ferðalagi þegar ég hitti 106 ára gamlan munk í klaustri úti í skógi. Hann leit út eins og hann væri sextugur, teinréttur og flottur. Hann fór að segja mér sögur af Íslandi þó að hann hafi aldrei farið út úr klaustrinu. Hann lýsti Íslandi, dölunum, fjöllunum og lömbunum eins og hann væri að horfa á sjónvarpsþátt. Þarna var ég fyrir miklum áhrifum.“

Í viðtalinu fara Sölvi og Kjartan yfir lífshlaup Kjartans, sem hefur upplifað hluti sem eru lyginni líkastir, eins og tímabilið þegar hann þjálfaði einn ríkasta mann Grikklands. Þeir hittu kraftaverkafólk, keyrðu um Evrópu á Lamborghini og leituðu að geimskipum með leynisamtökum.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan, þú getur einnig hlustað á það á Spotify eða öðrum hlaðvarpsveitum.

https://www.youtube.com/watch?v=XezzJAb5vLo&t=3305s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta