fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Fókus

Spennt læri og björt bros í Hengli Ultra

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. júní 2020 09:06

Myndir: Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salomon Trail Hengill Ultra hlaupið var síðustu helgi. Það var hægt að hlaupa 5 km, 10 km, 25 km, 50 km og 100 km, sem er lengsta utanvega hlaup á Íslandi. Þetta var síðasta stóra hlaup sumarsins og mætti því segja að þetta hafi verið sannkölluð uppskeruhátíð íslenskra hlaupara.

Fjöldi hlaupara tóku þátt og birtu myndir á Instagram undir myllumerkinu #hengillultra. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af þessu hörkuduglega fólki.

3, 2, 1 og áfram!

View this post on Instagram

#hengillultra

A post shared by Sigridur (@sigrisig) on

Stórkostlegur árangur

View this post on Instagram

HENGILL ULTRA!✅ 4.Sæti overall og 3.sæti í mínum aldursflokki í 50km utanvegahlaupi (52,2km m. 2040m hækkun). Virkilega ánægður með þetta hlaup í minni fyrstu keppni í trail á Íslandi. Þakka kónginum @sigurjonernir fyrir alla aðstoðina og óska honum til hamingju með sigurinn. Ótrúlega falleg leið og mér leið vel heilt yfir þrátt fyrir krassandi vegg í 35-42km sem voru afleiðingar þess að halda í við sigurjón fyrstu 6km haha en svo hlustaði ég á Goggins í hausnum og gaf í. @einarbardar og co eiga mjög stórt hrós fyrir flott uppsett mót og góða umgjörð! Þá vil ég einnig þakka @garminbudin fyrir en það er allt annað líf að hlaupa þessar vegalengdir í utanvegahlaupum með úr sem segir manni ALLT. @sportvorur sáu til þess eins og vanalega að ég væri gíraður upp í top class búnaði í 2XU og ON running og að sjálfsögðu @worldclassiceland fyrir bestu æfingaaðstöður á landinu og þó víða væri leitað sem. Svo er það það allra mikilvægasta en hún @elmavaltys mín og litli kallinn okkar hann Ían Erik eru alltaf bensínið mitt og það er ómetanlegt!…. “Most people quit at 40%” . . . #2xu #onrunningshoes #hengillultra #garminbudin #garmin

A post shared by Davíð Rúnar (@thugfather) on

Járnsysturnar

View this post on Instagram

Járnsystur #hengillultra

A post shared by Sigridur (@sigrisig) on

Þessi tæklaði 25 kílómetra

Hengill ultra stóðst allar væntingar

View this post on Instagram

Hengill Ultra stóðst allar væntingar. Mjög vel staðið að öllu, hlaupaleiðin skemmtileg og falleg og ekki skemmdi fyrir að fá þetta frábæra veður. Ég átti fínt hlaup og ég er í góðu líkamlegu standi til að klára átök af þessari stærðargráðu. Nú er bara að halda áfram að æfa sig og vinna í að auka hraðann. Það sem er skemmtilegast við svona brölt er undirbúningurinn, félagsskapurinn og að taka þátt í svona verkefnum með vinum. Ég er yfir meðallagi heppin þar og á nú orðið marga ofur duglega hlaupavini sem ég lít upp til og hvetja mig áfram. Ég mundi drífa mig í svona sport ef eg væri þið 😜 þetta er svo gaman! #hengillultra #25km #trailrunning #running

A post shared by Asdis Bjorg Palmadottir 🇮🇸 (@apalmadottir) on

Heyrnartólin biluðu rétt fyrir ræsingu

View this post on Instagram

Hljóp 25 km með 750 metra upphækkun í @hengillultra í gær ⛰ swipe fyrir einlæga gleðibugun 🥰 Rétt fyrir ræsingu biluðu heyrnartólin mín þannig að ég hljóp/gekk í 3 klukkutíma án tónlistar. Mótvindur, sól og alltof hár meðalpúls gerði það að verkum að tankurinn var nánast tómur og hausinn farinn síðustu 5 km – en mitt dygga stuðningslið @jonaastud, @oskarasg og @verasigurdar hvöttu mig áfram fyrir síðustu brekkuna 👏🏃‍♂️❤ Næring í sjálfu hlaupinu var upp á tíu en næst mun ég undirbúa tvo pakka af loftþurrkuðu íslensku nauta- og lambakjöti hjá mínum elsku bestu í @feedtheviking stuttu eftir svona erfitt hlaup 🙏🥩 Geri það kannski næst þegar ég hleyp Snæfellsjökulshlaup, 22 km, þar-þarnæstu helgi👌 #hengillultra #hengillultratrail #hengillultra2020 #trailrunning #trailrunner #trailrunningiceland

A post shared by Daníel G. Daníelsson (@dannigud) on

Fallegt umhverfi

Hljóp 10 km og lenti í ellefta sæti

Sátt með hlaupið

Góð tilfinning að koma í mark

Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi

View this post on Instagram

Hversu geggjaður dagur! Skrapp HengilUltra í sjúklega flottu veðri, 25km. Fyrsta hlaup sem ég skrái mig í fyrir utan 3km kvennahlaup… Um að gera að byrja á 25km 🙈 en ef mér dettur eitthvað í hug þá vil ég helst framkvæma núna…. Kláraði á 3.59.53 og nú er þetta ekkert nema uppávið!!! Fyrir 12 vikum hafði ég ekki hlaupið 8km (en var samt búin að skrá mig í hlaupið þá) Okkur eru allir vegir færir ef við viljum það bara nógu mikið 💪 Það eru svo margir sem mig langar að þakka fyrir peppið. Lesturinn á Hlaupabók Arnars gaf mér ansi mikla trú á sjálfa mig! Bara fara rólega þá get ég þetta @arnarpetur @richroll podcast gaf mér fullt af inspiraton. Elska það! @snorribjorns podcast er hvetjandi að hlusta á, fullt af inspírandi fólki sem hann fær til sín. @hlaupalif hlaðvarp líka mjög hvetjandi og svo allir peppararnir í kringum mig, takk fyrir að trúa á mig!! #hengillultra #utanvegahlaup #hveragerði #25km #fjallastelpur #fjallahlaup #hlaupabókin #nofilterneeded

A post shared by Guðrún // Heilshugar lífstíll (@heilshugarlifsstill) on

 Einar Bárða og Elísabet sem nældi sér í fyrsta sætið

Annað sæti

Ánægð með daginn

Þessir líka

Það var líka frábært veður um helgina

Rún og mamma hennar fóru létt með 25 kílómetrana

Frábær leið til að byrja hlaupasumarið

Stoltur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi í dag

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi í dag
Fókus
Fyrir 1 viku

Skapandi fólk skálar á HönnunarMars – Smartpartý út um allan bæ

Skapandi fólk skálar á HönnunarMars – Smartpartý út um allan bæ
Fókus
Fyrir 1 viku

Heitasti „sjálfustaðurinn“ á Hönnunarmars – Verkinu er ætlað að efla jákvæða sjálfsmynd

Heitasti „sjálfustaðurinn“ á Hönnunarmars – Verkinu er ætlað að efla jákvæða sjálfsmynd