fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Það ættu allir að standa með sinni fortíð

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 22. september 2019 09:00

Fabúla fékk Bárð til að leika í myndbandi við lagið Diamond boy. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmyndband eftir fjöllistakonuna Margréti Kristínu Sigurðardóttur, betur þekktri sem Fabúla, kom út í vikunni en umfjöllunarefni myndbandsins eru týnd börn samfélagsins.

Lagið nefnir hún Diamond boy en hún fékk fyrrum Breiðavíkurdrenginn Bárð R. Jónsson til að leika í myndbandinu.
„Mig langaði að fá einhvern til liðs við mig sem byggi yfir þessari erfiðu reynslu og hafði samband við Bárð. Ég hafði séð hann í viðtölum, tala opið um æsku sína, og þegar hann sagði já var ég honum mjög þakklát. Ég viss að nærvera hans og þátttaka yrði sterk og sönn.“

Bárður er einn þeirra drengja sem vistaðir voru á heimilinu á árunum 1964-1966. Hann var þá tíu ára og mátti þola bæði líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi á Breiðavíkurheimilinu. „Mér fannst ég ekki geta gert annað en að segja já, umræðan um þessi Breiðavíkurmál hefur aldrei vafist fyrir mér. Ég stend alveg undir því að hafa verið vistaður þarna og eiga mér þessa fortíð enda finnst mér að allir ættu að standa undir sinni fortíð. Satt best að segja fannst mér gott að hún bæði mig um þetta, málefnið er gott og kemur við okkur öll.“

Bárður hefur nú verið edrú í tæp fjörutíu ár en hann segir leiðina á beinu brautina bratta.

„Það gerðist ekkert í mínu lífi fyrr en ég hætti í fíkniefnaneyslu. Sú leið sem ég hef farið er að ræða stöðugt við þerapista í þau 37 ár sem ég hef haldið mér straight og það hefur hjálpað, í gegnum samtalsmeðferðirnar hef ég reynt að skoða sjálfan mig til að halda utan um þetta allt saman. Það er hins vegar erfitt að segja hvort fíkniefnaneyslan sé bein afleiðing æskunnar. Það verða nefnilega ekki allir fíklar sem drekka eða prófa önnur vímuefni en ég kem úr ákveðnum áhættuhóp. Ég kem frá brotnu heimili og ólst að hluta til upp á stofnun, pabbi var alki þó mamma hvorki drykki né reykti. Samkvæmt erfðafræðinni hef ég ákveðna tilhneigingu til að verða fíkill sem reyndist vera raunin.

Ég veit upp á hár hvenær ég varð alkahólisti, ég var sextán ára, vann til sjós og fór að drekka í hverri einustu inniveru.

Þannig gerðist það bara að allt í einu var ég orðinn alkahólisti. Svo vafði þetta upp á sig og ég missti stjórn. Þetta varð aðal atriðið í lífinu: að vera undir áhrifum, sem er auðvitað dæmigert fyrir fíkilinn. En það er löng leið til baka, þegar maður hefur á annað borð ánetjast og endað í fangelsi eins og ég gerði. Þá þarf mikið átak til að komast aftur á beina braut.“

Viðtalið í heild má lesa í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki