fbpx
Sunnudagur 14.ágúst 2022
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Guðlaugur og Ágústa – Á ferð og flugi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 5. júní 2019 18:30

Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sextán ár. Auk þess var hann í borgarstjórn Reykjavíkur í átta ár, frá 1998 til 2006. Á árunum 2007 til 2009 gegndi hann stöðu heilbrigðisráðherra og er hann talinn vera því næst sjálfkjörinn sem arftaki Bjarna Benediktssonar í formannsstól flokksins.

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, hefur verið einn helsti líkamsræktarfrömuður landsins um langt skeið. Árið 2017 settist hún í stjórn Bláa Lónsins, en í gegnum eignarhaldsfélagið Bogmanninn á hún tæplega þriggja prósenta hlut í Bláa Lóninu.

Guðlaugur og Ágústa fóru að stinga saman nefjum í kringum aldamótin en áður var Ágústa gift Hrafni Friðbjörnssyni líkamsræktarfrömuði.

Guðlaugur og Ágústa búa í veglegu einbýlishúsi í Grafarvoginum, með tvöföldum bílskúr.

Guðlaugur og Ágústa ferðast mikið, bæði innan- og utanlands á framandi slóðum, og því er hægt að fullyrða að staða utanríkisráðherra henti Guðlaugi einkar vel.

Heimili:

Logafold 48

197,3 fm

Fasteignamat: 62.900.000

 

Guðlaugur Þór Þórðarson:

Tekjublað DV 2018: 1.893.000 kr.

 

Ágústa Johnson:

Tekjublað DV 2018: 496.000 kr.

Logafold 48
Glæsihýsi í Grafarvoginum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Haraldur geðlæknir segir að góðmennska nútímans sé að snúast upp í andhverfu sína -„Það er augljóslega eitthvað mikið að“

Haraldur geðlæknir segir að góðmennska nútímans sé að snúast upp í andhverfu sína -„Það er augljóslega eitthvað mikið að“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lögreglan finnur ekki móður og börnin hennar þrjú eftir dvöl þeirra með Ezra Miller

Lögreglan finnur ekki móður og börnin hennar þrjú eftir dvöl þeirra með Ezra Miller
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum