fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Skiptar skoðanir um nýja spennuþáttinn Brot: Birgir fékk kjánahroll  – Björgvin sáttur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 27. desember 2019 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti þátturinn í nýju íslensku spennuþáttaröðinni Brot var sýndur á RÚV í gærkvöldi. Sagan hefst þegar eldri karlmaður finnst myrtur við Reykjavíkurhöfn undir óvenjulegum kringumstæðum og í kjölfarið fer af stað ótrúleg atburðarrás sem tengist atburðum sem áttu sér stað á drengjaheimili. Nína Dögg Filipusdóttir og Björn Thors fara með aðalhlutverk í þáttunum. Til stendur að sýna þættina í 190 löndum á næsta ári.

Skiptar skoðanir voru á fyrsta þætti Brots. Biggi lögga og Björgvin Halldórsson tjáðu sig meðal annars um þáttinn og hafði íslenska samfélagið á Twitter einnig ýmislegt að segja.

Hvað fannst þér um þáttinn? Taktu þátt í könnuninni neðst í greininni.

Biggi lögga fékk kjánahroll

„Fyrir utan ókeypis pylsur er fátt sem sameinar íslensku þjóðina meira en íslenskir sjónvarpsþættir. Við elskum að hafa skoðun á þeim. Ég líka 🙂 Í kvöld byrjaði Brot á RUV. Þeir verða væntanlega umræðuefni kaffistofa morgundagsins og jólaboða helgarinnar,“ skrifar Biggi lögga í færslu á Facebook.

! Ég held að flestar alvöru löggur eigi það sameiginlegt að fá reglulega nettan kjánahroll yfir svona íslenskum lögguþáttum. Þetta eru vissulega skáldsögur og við verðum að reyna að muna að þeir sem skrifa þættina hafa að sjálfsögðu sitt skáldaleyfi til að reyna að gera lögregluna áhugaverða og áhorfendavæna. Mér fannst það t.d. takast mjög vel í Ófærð. Miðað við fyrsta þátt sýnist mér því miður að það takist ekki jafn vel í Brot. Ég átti mjög erfitt með að losna við kjánahrollinn einhverra hluta vegna. Það var óþarflega margt kjánalegt og með engum sýnilegum tilgangi. Það finnst mér pínu óþarfi. Ég væri til í að hafa svona þætti eins nálægt raunveruleikanum og hægt er og að hlutum sé breytt með tilgangi. En kannski er það bara smámunasemi í mér.“

Hann segir að samkvæmt handritshöfundunum eru lögreglustöðvar greinilega allra leiðinlegustu vinnustaðir landsins „og lögreglumenn ömurlega óáhugaverðir og flatir karakterar. Það talar enginn í alvörunni eins og þetta fólk. Án gríns. Samræðurnar eru svo kjánalega yfirborðslega eitthvað.“

Biggi endar síðan gagnrýni sína með því að gefa Brot tvær og hálfa stjörnu. Hann ætlar þó að halda áfram að fylgjast með þáttunum með von og trú á betri tíð.

Björgvin var sáttur

Björgvin Halldórsson söngvari var sáttur með þættina. „Serían Brot á RÚV lofar góðu. Nína kemur sterk inn ásamt fleiri frábærum leikurum. Þetta verður skemmtilegt.. „Erlendis,““ skrifar hann á Facebook.

Twitter

Íslenska Twitter-samfélagið hafði að sjálfsögðu margt að segja um þættina. Myllumerkið #brot var notað til að merkja færslur um þættina. Við tókum saman vinsælustu tístin.

Skemmtilegt bingó

Ekta íslenskt

Ekki sátt með leikaravalið

Brauð og Brot?

Koníak

Jáhá..

Berglind sátt með Brot

Hrafn hefur spurningar

Hvað segja lesendur, hvað fannst þér um þættina?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“