Laugardagur 22.febrúar 2020
Fókus

Þrándur segir Klaustursmálið of gott til að sleppa því: „Mér finnst gaman að stuða“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 6. janúar 2019 11:00

Vinnustofan Líf listmálarans getur verið einmanalegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrándur Þórarinsson hefur haslað sér völl sem umtalaðasti listmálari þjóðarinnar. Hann rær gegn straumnum og málar verk í anda gömlu meistaranna, en er óhræddur við að skeyta nútímanum inn í. Útkoman getur verið allt í senn falleg, undarleg, stuðandi og bráðfyndin. DV ræddi við Þránd um æskuna, einmanaleikann, frægðina, hina árlegu höfnun um listamannalaun og fleira.

Þetta er brot úr viðtali í Helgarblaði DV.

Erfiðara að stuða fólk í dag

Þrándur vakti fyrst athygli landsmanna með hinu óhugnanlega verki Grýla fyrir um áratug. Eftir það hefur hann notið sívaxandi vinsælda og nú rjúka verkin út, stundum áður en hann nær að klára þau.

Hvað er það við þennan gamla stíl sem heillar fólk?

„Eflaust er það misjafnt. Ég fæ oft að að heyra um mig að loksins máli einhver myndir sem fólk skilur. Þetta er aðgengilegt form. Svo finnst fólki þetta sjálfsagt fallegt líka,“ segir Þrándur og brosir út í annað. „Undanfarin ár hef ég verið að taka nútímann inn í verkin og ég held að fólki kunni að meta það.“

Sum verk þín stuða fólk, til dæmis Nábrók Bjarna Benediktssonar og Klausturfokk. Ertu markvisst að reyna að stuða?

„Mér finnst gaman að stuða, en er ekki markvisst að reyna það á daglegum grunni. Jú, jú, ég vissi að Klausturfokkið myndi stuða einhverja en ég reyni að hafa þetta fyndið líka. Ég hef samt verið passasamur að grípa málefni líðandi stundar ef þetta reynast vera dægurflugur. Bæði er ég svo lengi með hvert verk og svo vil ég að verkin geti staðist tímans tönn. Að fólk geti skilið þetta eftir tvö eða jafnvel tíu ár. Ég gerði undantekningu fyrir þetta Klaustursmál, það var of gott til að gera það ekki.“

Þrándur segist aldrei hafa lent í reiðu fólki vegna verka sinna. Hann hefur hins vegar lent í því að vera úthýst af  listsýningu vegna Nábrókarinnar og þá var verkið Norwegian Wood fjarlægt af Facebook fyrir að sýna karlmannslim.

„Ég hef gaman af því að sjá fólk röfla í kommentakerfunum. Þar sé ég að fólk getur verið ósátt við sum verkin mín. Hingað til hefur enginn angrað mig prívat og persónulega en það kemur eflaust að því. Ég hef gaman af því þegar fólk hefur sterkar skoðanir á list en það er miklu minna en var. Í dag verða sjaldan deilur um listaverk. Listamenn kvarta meira að segja yfir því að það megi allt í dag og það sé erfiðara að stuða. Fólki standi almennt á sama.“

Hvað finnst þér um abstrakt og nútímalist?

„Hún getur verið falleg og dekoratíf en á ekki jafn greiða leið að mínu hjarta og hin fígúratífa. Mér finnst líka áhugaverð þessi saga, í mannfræðilegum skilningi. Að eftir að þessi formbylting átti sér stað upp úr stríðsárunum var þeim sem ekki vildu taka þátt úthýst úr myndlistarheiminum.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín nefnir bestu leiðina til að tækla óþolandi fólk – Svona gerir hún það

Kristín nefnir bestu leiðina til að tækla óþolandi fólk – Svona gerir hún það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur á Tenerife: „Hvernig vissi gaurinn að við værum Íslendingar?“

Haukur á Tenerife: „Hvernig vissi gaurinn að við værum Íslendingar?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Verðlaunadís og stjórnmálarýnir

Lítt þekkt ættartengsl – Verðlaunadís og stjórnmálarýnir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór: Alltaf að hlusta á mömmusín

Davíð Þór: Alltaf að hlusta á mömmusín