fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Karl Óttar er nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar – Stundaði háskólanám í áratug og féll fyrir lögfræðinni

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. júlí 2018 18:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Óttar Pétursson söðlar um um næstu mánaðamót þegar hann yfirgefur krefjandi starf til margra ára sem forstöðumaður lögfræðideildar Arion banka og flytur þvert yfir landið og tekur við sem nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í viðtali við blaðamann DV ræðir hann gamla og nýja starfið, gutlið sem varð að pönkhljómsveit, rokkhátíðina Eistnaflug, sem hann tók þátt í að skapa og bjarga frá gjaldþroti, og þunglyndið, sem hann glímdi við frá barnæsku en reyndist vera kvíði, kvíði sem fylgir honum alla tíð, en hamlar honum hvorki í leik né starfi.

Ljósmynd: DV/Hanna

Stundaði háskólanám í áratug og féll fyrir lögfræðinni

Karl er útskrifaður með BA í sagnfræði, stundaði síðan heimspekinám í tvö ár, áður en hann kynntist lögfræði og féll fyrir henni, en hann útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2002.

„Ég dúllaði mér í tíu ár í háskólanum. Ég varð fyrir vonbrigðum í heimspekinni, þetta var allt svo þeórískt. Þegar ég var í sagnfræði þá fór ég að velta fyrir mér hvar reynir á þessa lífsspeki og skoðanir manns. Þá fór ég að lesa réttarheimspeki og fannst hún alveg vera málið. Þú bara setur lög út af einhverri lífsspeki sem þú hefur. Þannig verða lögin til, það eru lífsgildi, siðaboðskapur sem er undirliggjandi, sem heimspekin er alltaf að velta fyrir sér, en í lögfræðinni gerist hún. Ég féll fyrir lögfræðinni og hef rosalega gaman af að grúska í henni.“

Eftir útskrift úr lögfræði steig Karl aftur út fyrir þægindarammann og réð sig sem aðstoðarmaður héraðsdómara í Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði. Þar starfaði hann í 20 mánuði.

„Ég ákvað að fara þangað af því að þar fengi ég að gera allt. Ég samdi dóma og úrskurði allt í nafni og undir handleiðslu dómstjórans, Erlings Sigtryggssonar, sem kenndi mér mikið. Nokkrir úrskurðir fóru fyrir Hæstarétt þar sem þeir voru staðfestir með vísan til forsenda í Hæstarétti, þá var ég ekkert smá glaður og ég sá þetta fyrir mér sem framtíðarstarf.“

Vegna ágreinings um greiðslur til dómstólsins var starf Karls hins vegar ítrekað lagt niður og hann rekinn og endurráðinn á víxl og lét kvíðinn þá kræla á sér aftur. „Ég var nýkominn til starfa, þá var staðan lögð niður, svo fékkst peningur og ég var ráðinn aftur, og síðan var staðan aftur lögð niður.

Þetta olli mér rosalegum kvíða. Þingmaður Vestfjarða tók málið upp á Alþingi, benti á að það væri alltaf verið að leggja stöðuna niður, þrátt fyrir að álagið væri hvergi meira á löglærðan starfsmann en á Vestfjörðum, eins og staðan var á þeim tíma. Þá var hringt í mig og mér boðin vinna eftir að hafa verið sagt upp rétt fyrir jól árið 2003. Og ég hugsaði að ég gæti þetta ekki lengur, þetta ástand var alveg að drepa mig og ég var bara ekki maður í það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli