fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Njósnað um íslenskt par í Alicante

Myndavél var falin í loftræstingunni – Hvetja fólk til að fara gætilega

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 16. mars 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anita Erla Thorarensen og unnusti hennar, Sævar Freyr Þórsson, fengu áfall þegar þau fundu falda myndavél í inni í loftræstingu í íbúð sem þau leigðu í Alicante á Spáni. Íbúðina leigðu þau í gegnum vefsíðuna booking.com.

Anita Erla segir í samtali við DV að þegar hún Sævar komu í íbúðina þann 7. mars síðastliðinn hafi þau skoðað hana vandlega. „Við erum varkár og pössum upp á að skoða allt vandlega. Við litum upp og sáum linsu. Þá tók ég eftir myndavélinni,“ segir Anita Erla. Myndavélin var falin inni í loftræstingu ofarlega á einum vegg og beindist niður að sófanum á móti sjónvarpinu.

Leit perralega út

Falda myndavélin beindist að sófanum.
Falda myndavélin beindist að sófanum.

Mynd: Booking.com

Þau höfðu strax samband við bókunarvefinn booking.com sem ræddi við eiganda íbúðarinnar. Sagði eigandinn í tölvupósti að tækið sem þau höfðu fundið væri til þess að mæla orkunotkun. Eigandinn mætti svo í íbúðina daginn eftir og harðneitaði að þetta væri myndavél.

„Þegar hann kom til okkar og við töluðum við hann um þetta þá var hann mjög stressaður, eins og það væri búið að góma hann. Hann leit líka perralega út,“ segir Anita. Eigandinn endurtók þær fullyrðingar sínar að þetta væri tæki til að mæla orkunotkun, en þau Anita og Sævar voru tilbúin og sýndu eigandanum mynd af Google af myndavélinni og orkumælinum. Ekki fór á milli mála að tækið í loftræstingunni var myndavél en eigandinn hélt áfram að þræta fyrir það.

Mynd innan úr íbúðinni, myndavélin var falin inni í loftræstingu ofarlega á veggnum.
Mynd innan úr íbúðinni, myndavélin var falin inni í loftræstingu ofarlega á veggnum.

Mynd: Booking.com

Anita og Sævar fengu aðra íbúð í gengum booking.com og njóta enn lífsins í Alicante. Anita hvetur aðra sem taka íbúðir á leigu að skoða sig vandlega um. „Fólk þarf að passa sig,“ segir Anita.

Fólk þarf að passa sig

Lítil myndavél í vinsælli íbúð

Íbúðin heitir Sunny Apartment á vef Booking. Hún fær mjög góðar umsagnir á bókunarvefnum og er með einkunnina 8,1 af 10. Hún er miðsvæðis í Alicante, í 10 mínútna göngufæri frá ströndinni og 500 metra göngufæri frá markaðnum. Miðað við umsagnir á vef þá er íbúðin vinsæl meðal para, má þar finna umsagnir ferðamanna frá Danmörku, Írlandi og Ungverjalandi. Ekki liggur fyrir hversu lengi myndavélin var í íbúðinni eða hvort eigandi íbúðarinnar hafi náð fyrri gestum á mynd.

Myndavélar af tegundinni D-Link eru smáar í sniðum, flestar eru rúmlega 7 sentimetrar á hæð og 5 sentimetrar á breidd.
Myndavélar af tegundinni D-Link eru smáar í sniðum, flestar eru rúmlega 7 sentimetrar á hæð og 5 sentimetrar á breidd.

Myndavélin sem þau fundu er af gerðinni D-Link, en þær eru smáar. Framleiðandinn býður upp á ýmsa möguleika, þar á meðal hreyfiskynjara, gleiðlinsur til að fylgjast með stærra svæði, hljóðupptöku og myndupptöku í háskerpu sem hægt er að streyma í gegnum netið og horfa á í gegnum tölvu eða snjallsíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Í gær

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina