fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Svali: „Nú þarf herra óskipulagður að verða herra skipulagður“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 25. febrúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar við lögðum af stað í þetta ferðalag var ekki klárt hvað við myndum gera hér úti. Það var í raun ekki fyrr en í desember sem komst einhver mynd á það. Ég fékk starf hjá Vita og á að byrja þar í vor, einhvern tímann í mai. Svona fyrst um sinn hugsaði ég, já flott ég get þá bara slakað á þangað til og notið lífsins. Ég er gjarn á að gleyma hvernig ég er, að slaka á í fimm mánuði er bara engan veginn gerlegt,“ segir útvarpsmaðurinn Svali Kaldalóns á bloggsíðu sinni.

Svali, sem síðast starfaði á K100, flutti til Tenerife ásamt fjölskyldu sinni þann 30. desember síðastliðinn. Á bloggsíðunni skrifar hann um daglega lífið á Tenerife. Einnig má fylgjast með Svala á Snarpchat: svalik og Instagram: svalikaldalons. Og nú einnig á Facebooksíðunni: Svali á Tenerife.

„Ég fór því fljótlega, sirka þremur vikum eftir að út var komið, að kanna gönguleiðir og spá í að fara með íslendinga á eyjunni í göngur. Ætla svo að bæta við hjólaferðum og koma fólki upp á lagið með að hlaupa í fjöllunum hér. Ég fór að nota snappið mitt til að segja fólki frá og sýna hvað ég var að gera og boom. Nú þarf herra óskipulagður að fara að verða skipulagður. Það er skemmst frá því að segja að ég gæti gengið, hjólað eða hlaupið á hverjum einasta degi með þá íslendinga sem eru hér. Ég vissi að það þyrfti að bæta þjónustu við íslendinga hér því þeir eru frá 600 til 1000 í hverri viku á svæðinu, en mamma mía hvað þetta er magnað. Þannig að núna næstu tvær vikurnar verð ég á fullu í að „mappa“ leiðir fyrir þá sem vilja fara að skrölta með mér. Fer í vikunni að semja við mikinn meistara sem er að leigja kajaka á ströndinni í Los Cristianos og verð með vikulega ferð þar sem hægt er að sigla með höfrungum og snorkla með skjaldbökum. Ég var að búa til Facebooksíðu sem heitir „Svali á Tenerife,“ þar er hægt að senda mér fyrirspurnir um hreyfiferðir og bóka tíma. Á föstudögum þramma ég í kringum El Chinyero sem er síðasta eldfjall sem gaus á eyjunni, 1909, og sunnudögum eyði ég svo í Masca eins og staðan er í dag. Hinir dagarnir fara í að búa til nýjar ferðir fyrir þá sem eru á leiðinni hingað. Í hvaða ævintýri er ég, er hugsun kemur oft þegar ég leggst á koddann.

Af því að ég er oft spurður út flutninginn og allt það, þá er það þannig að ef þig langar að flytja út þá þarftu bara að taka ákvörðun fyrst. Svo kemur allt hitt, vinna, skóli, húsnæði og allt í þeim dúr. Bara að taka ákvörðun.

En annars er það að frétta af okkur að allt gengur sinn vana gang, strákarnir farnir að skilja meira og meira í spænskunni en okkur var vinsamlega bent á það á foreldrafundi að við þyrftum að einbeita okkur mun meira að spænskunni og fá okkur kennara heim. Það er planið núna semsagt að dýfa sér í spænskuna af meiri krafti. En maður vill stundum gleyma því að það eru bara tveir mánuðir liðnir og ósköp skiljanlegt að maður sé ekki altalandi ennþá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir