fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fókus

Þuríður fór í örlagaríkan útreiðatúr fyrir tíu árum: „Þetta gerðist bara á sekúndubroti“

Auður Ösp
Mánudaginn 8. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Harpa nýkjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands fór í örlagaríkan útreiðatúr fyrir áratug síðan, sem endaði á því að hún kastaðist af baki. Í kjölfarið lamaðist hún fyrir neðan brjóst og er í dag bundin við hjólastól. Þuríður ræðir um þessa lífsreynslu í sjónvarpsþættinum Mannamál sem sýndur er á Hringbraut í kvöld.

Það var á vorkvöldi fyrir tíu árum að Þuríður fór í útreiðatúr í Hegranesi í Skagafirði.

„Við ætluðum að fara með hrossin yfir í Hegranes. Þarna, klukkan sex að kvöldi þá var þetta ákveðið, ég ætlaði að taka mér smá hlé frá vinnunni, standa upp. Ég hef stundum sagt það að maður stóð upp, hljóp út, dreif sig heim og kom sér í hestagallann og hafði ekki hugmynd um það að klukkutíma seinna myndi maður aldrei standa upp aftur.“

Þegar komið var yfir í Hegranes gerðist það að merin sem Þuríður var á hreinlega trylltist. Þuríður segir það hafa gerst fyrirvaralaust og án skýringa.

„Ég átti engar bjargir. Ég sá fram að ég þyrfti að kasta mér af baki, til þess að forða mér inhvern veginn. Svo gerist það að ég kastast af baki, ég fer í boga og lendi á bakinu ofan á steinybbu. Ég rotast ekki eða neitt slíkt, ég bara lá þarna, ég man ekki til þess að ég hafi fundið til einu sinni. Þetta gerðist bara á sekúndubroti og ég sé að fæturnir liggja svona við hliðina á mér.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Þuríði Hörpu í sjónvarpsþættinum Mannamál á Hringbraut í kvöld.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=H0NpEdLERYQ]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“
Fókus
Í gær

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 1 viku

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír