fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Birgitta: „Hlakka svo óendanlega mikið til þess að verða amma“

Sorg og gleði – Trúa á ástina – Perrar – Barneignir – Ást á ónýtu kerfi – Verður amma – Óvirðing við hinn látna – Erfitt að ná ekki að kveðja vinkonu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur gengið á ýmsu í samfélaginu árið 2017. #Metoo-byltingin hefur haft gríðarleg áhrif, þá féll ríkisstjórn og önnur reis í staðinn. Hér ætlum við ekki að fjalla um samfélagsmál nema að hluta. Hér tjá þekktir Íslendingar sig um sínar verstu stundir á árinu og þær bestu. Sumir opna sig um erfiðan missi, kynferðislega áreitni og árásir á netmiðlum. Þá opna hinir þekktu Íslendingar sig um ný líf, börn, barnabörn og getur einn fyrrverandi þingmaður ekki beðið eftir að verða amma. Myrkur og ljós í lífi þekktra Íslendinga á árinu.

Birgitta Jónsdóttir skáldkona og fyrrverandi þingmaður Pírata

Hlakkar til að verða amma

Tengsl við annað fólk er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Ég og dóttir mín höfum djúpstæð tengsl og því var það svo að ég vissi vegna draumfara að hún væri að búa til litla mannveru í líkama sínum áður en hún sagði mér frá því. Vitneskjan um litla bumbubúann er með sanni það besta sem ég upplifði á þessu ári sem er að líða. Hlakka svo óendanlega mikið til þess að verða amma.

Það versta á þessu ári var að ekki tókst að koma í verk öllu því sem við vorum búin að vera að vinna að á þinginu út af óvæntu þingrofi. Ég horfi núna á meira en átta ára vinnu með fjölda fólks verða að engu og það er óendanlega sorglegt. Nýjar leikreglur eru nauðsynlegar til að sagan haldi ekki áfram að endurtaka sig. Nýja stjórnarskráin inniber slíkar breytingar. En ég óttast að við fáum ekki þessar breytingar fyrr en eftir næstu skakkaföllin í landsmálunum. Þangað til þá munum við halda áfram að byggja samfélag á sandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því