fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fókus

Ómar tók þátt í leit að sjálfum sér

Fjölmiðlafólk rifjar upp erfið og furðuleg mál

Auður Ösp
Sunnudaginn 28. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlafólk á Íslandi starfar á fjölbreyttum vettvangi og enginn dagur er eins. Málin sem tekin eru til umfjöllunar eru jafn mismunandi og þau eru mörg og snerta allt litróf mannlífsins. Á sama tíma þrengir stöðugt að starfsumhverfi fjölmiðla á Íslandi, starfsöryggið er lítið sem ekkert, samkeppnin yfirdrifin og vinnutíminn allt annað en fjölskylduvænn. Persónuárásir og hótanir um málsóknir eru daglegt brauð. Það er því óhætt að fullyrða að flestir þeir sem kjósa að starfa á vettvangi fjölmiðla eru fyrst og fremst drifnir áfram af hugsjón.

Í seinasta tölublaði DV voru nokkrir af þekktustu lögfræðingum landsins beðnir um að rifja upp eftirminnilegar sögur af ferlinum. Í þetta sinn leitaði DV til valinkunnra einstaklinga úr fjölmiðlastétt og kennir þar ýmissa grasa.

Ómar Ragnarsson

Manstu eftir einhverri eftirminnilegri eða vandræðalegri/furðulegri uppákomu sem þú hefur lent í, til dæmis í beinni útsendingu eða á vettvangi fréttaflutnings?

„Sem betur fer er hægt að finna ljósa punkta á starfi fjölmiðlafólks. Vandræðalegar og fáránlegar uppákomur verða eftir á til þess að maður sættir sig við að hafa álpast inn í starf, sem býður upp á allan pakkann af mistökum og rugli, sem hægt er að hlæja að eftir á. Erfitt að velja úr. Jæja, ein af þessum fáránlegu uppákomum var þegar hafin var leit að flugvél, sem vitni sáu steypast ofan í Jökulsá á Brú fyrir innan Kárahnjúka á meðan stíflan þar var í smíðum. Ég var á leið á litlum Fox-jeppa upp á Fljótsdalsheiði þegar björgunarsveitarbíll, sjúkrabíll og lögreglubíll brunuðu framhjá mér. Ég hringdi í RÚVAK og spurði hvað væri á seyði, og var sagt frá leitinni að hröpuðu flugvélinni, sem ekki fyndist tangur né tetur af. Var mér að sjálfsögðu brugðið við tíðindin en reyndi af skyldurækni að fylgja leitarleiðangrinum eftir. Fékk fljótlega símhringingu frá flugumferðarstjórn með fyrirspurn um hvort ég hefði orðið var við týndu flugvélina, og kom þá í ljós að ég var kominn í leit að sjálfum mér! Varð þá til þessi vísa:

Á ofsaferð um illan veg
ók ég fréttaþyrstur.
Í eigið flugslys æddi ég
og ætlaði’ að verða fyrstur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku