fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fókus

Golddigger með Aroni Hannesi frumsýnt í dag: Bara konur við stjórnvölinn við gerð myndbandins

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðsludúóið Andvari var fengið til að vinna nýtt myndband við lagið Golddigger með Aroni Hannesi sem keppir til sigurs í Söngvakeppni Sjónvarpsins næstkomandi laugardag en myndbandið verður frumsýnt í Laugarásbíói í dag klukkan 18:00. Andvari samanstendur af þeim Guðnýju Rós Þórhallsdóttur og Birtu Rán Björgvinsdóttur en þær hafa undanfarin misseri framleitt eigin tónlistarmyndbönd og stuttmyndir og hlotið mikið lof og verðlaun fyrir.

Það var Guðný Rós sem gerði handritið að myndbandinu og leikstýrði en Birta Rán var á bakvið myndavélina. Þá voru aðstoðartökumaðurinn og aðstoðarleikstjórinn einnig kvenkyns. Því má segja að konur hafi verið í lykilstöðum við gerð myndbandsins en í atriðinu sjálfu eru bara strákar.

„Ég held að þeir hafi bara haft gott af þessari kvenlegu orku“ segir Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, aðstoðarleikstjóri og meðframleiðandi og bætir við „Það er í rauninni fáránlegt að ég er búin að vera viðriðin þennan bransa í nokkur ár, bæði í auglýsinga- og myndbandagerð, og aldrei áður hef ég fengið að vinna með kvenkyns leikstjóra eða tökumanni. Samstarfið var frábært og afraksturinn alveg eftir því svo við hlökkum öll mikið til að sjá það á stóra tjaldinu í kvöld”

Þeim sem vilja sjá frumsýninguna í kvöld er bent á Facebook síðu Arons Hannesar en þar er hægt að skrá sig á gestalista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði