fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fókus

Bonnie og Clyde fimmtíu ára

Naut ekki velþóknunar í Bandaríkjunum á sínum tíma

Kolbeinn Þorsteinsson
Föstudaginn 18. ágúst 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Bonnie and Clyde fagnar hálfrar aldar afmæli nú um stundir. Myndin, sem skartar Warren Beatty og Faye Dunaway í aðalhlutverkum og var í leikstjórn Arthurs Penn, fékk ekki góða dóma í Bandaríkjunum á sínum tíma og flestir gagnrýnendur viðhöfðu um hana hörð orð, meðal annars fyrir það ofbeldi sem sýnt var í myndinni og margir töldu fara yfir strikið. Engu að síður var myndin tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna.

Annað var uppi á teningnum austan Atlantsála, á Englandi nánar til tekið. Þar var myndinni tekið með kostum og kynjum og þess var skammt að bíða að velgengni hennar á Englandi smitaðist yfir til Bandaríkjanna.
Nú nýtur sú skoðun hylli að myndin hafi skekið stoðir Hollywood og leikið stórt hlutverki í að beina kvikmyndaiðnaðinum í Bandaríkjunum inn á nýjar spennandi brautir.

Einnig ku myndin hafa lagt línurnar í nýrra og frjálslyndara flokkunarkerfi bandaríska kvikmyndaeftirlitsins.
Um afdrif söguhetjanna, Bonnie og Clyde, í bíómyndinni þarf ekki að fjölyrða. Þau létu lífið í kúlnaregni af umfangi sem aldrei áður hafði sést á hvíta tjaldinu og ruddi brautina fyrir það sem síðar kom.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru stúlkurnar sem keppa í Ungfrú Ísland Teen

Þetta eru stúlkurnar sem keppa í Ungfrú Ísland Teen
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Óþekkjanleg í nýju myndbandi

Óþekkjanleg í nýju myndbandi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald